Friday, May 19, 2006

 

Frost.

Klukkan 5 í nótt var hitastigið hér mínus 0,7 gráður. Lítið í kortunum sem boðar hlýrra loft. Finnst nú eiginlega að kominn sé tími á hærra hitastig. Það er líklega bara í pólitíkinni sem hitastigið er við hæfi. Samkvæmt nýjustu könnun detta tveir samfylkingarfulltrúar og einn framsóknarmaður. Ég hef nú reyndar orðið á tilfinningunni að hætta hafi skapast á því að framsókn snúi sér að íhaldinu eftir kosningar. Því miður hefur reynslan sýnt að samstarf þessara flokka laðar það versta fram í þeim báðum. Ég ætla að vona að forysta íhaldsins hér láti ekki glepjast. Þeir sem vilja breytingar á bæjarstjórninni krefjast þess að báðir flokkarnir í núverandi meirihluta fái frí í 4 ár. Allt annað eru bara svik við kjósendur. Drengstauli úr röðum íhaldsins hér lýsti draumum sínum um þetta samstarf í gær. Vonandi er óskhyggja hans órarnir einir. Við verðum að bíða og sjá hvað setur.
Ég hefði sennilega farið á silungsveiðar í dag ef það væri ekki svona djöfull kalt. Tek það bara rólega heima við og nýt helgarinnar. Þær eru nú alltaf fljótar að líða. Pési mathákur heldur uppteknum hætti og lúrir hér í stólnum á móti mér. Raikonen að rannsóknarstörfum utandyra að venju. Bæjarbúar flestir enn í bælum sínum og kyrrðin ríkir. Hösmagi hefur lokið við ilmandi kaffið og hyggst nú leggja sig aftur. Kannski dreymir hann eitthvað fallegt. Bestu kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online