Sunday, May 28, 2006

 

Festina lente.

Upphafleg spá Hösmaga reyndist að lokum rétt. Meirihlutinn féll, íhaldið með 4 og VG 1. Ég sá á vefnum að fulltrúi VG ætlar í viðræður við fallkandidatana. Held hann ætti nú að flýta sér hægt í þeim efnum. Við Árborgarar felldum einfaldlega meirihlutann. Nú er tækifærið að gefa þeim fríið sem ég hef verið að tala um. Þetta er sama fólkið. Ekki það að ég telji þetta ekki ágætisfólk. Það ætti bara að taka sér eitthvað annað fyrir hendur en stjórna þessu bæjarfélagi. Það sýnir reynslan frá síðasta kjörtímabili. Ef fulltúi VG ætlar að styðja þetta lið til að halda völdum verða kröfur hans að vera ákaflega skýrar. Gjörbreytt stefna í umhverfis- og skipulagsmálum, tiltekt í ráðhúsinu og ótalmargt annað. Enn ljósi punkturinn í þessu yrði sá, að Eyþór Arnalds myndi aldrei komast til áhrifa í bæjarstjórn Árborgar. Við skulum sjá hvað setur. En ef fulltúi VG líður gamla meirihlutanum að ráða stefnunni geta vinstri græn sparað sér ómakið við að bjóða fram í næstu sveitarstjórnarkosningum hér í Árborg. Úrslitin í höfuðborginni eru nú bæði góð og slæm. Íhaldið náði ekki meirihluta en exbé maðurinn laumaðist að lokum bakdyramegin inn. Og nú er hættan sem ég benti á um daginn fyrir hendi. Bjóði íhaldið þessum sveini með sér mun hann þiggja það. Getur þá hámað í sig af stallinum eins og hann lystir. Það yðri ákaflega slæmt fyrir borgarbúa.Líklega er nú orðið nóg bloggað um pólitíkina í bili. Líklegt samt að skotið verði inn orði ef svo ber undir.
Veðrið er nú prýðisgott hér. Þokkalegt hitastig, búið að rigna og nú hefur glaðnað til. Held að laufum trjánna hafi fjölgað síðan í gær. Gaman að fá þá fóstbræður báða í nýju samtökin. Og einkadóttirin hefur óskað eftir inngöngu. Hugsa að þetta verði fjölmenn samtök sem vonandi ná einhverjum árangri. Stofnun svona félags er áfangi út af fyrir sig. Fær örugglega marga til að hugsa um blessað fjallið. Það er alltaf góð byrjun. Byrjunin á hugarfarsbreytingunni sem nauðsynleg er. Og flokkspólitíkin verður víðsfjarri í þessum samtökum.
Hösmagi beið eftir helstu úrslitum kosninganna í gær. Vaknaði þó snemma eins og jafnan. Nú verður ágætt að líða inní draumalandið aftur. Formúlan á hádegi. Þýski skósmiðurinn aftastur í rásröðinni. Kemur alls ekki á óvart því mér fannst einsýnt í gær að hann beitti brögðum. Vona að sjálfsögðu að Raikonen gangi vel. Bestu óskir, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online