Tuesday, May 16, 2006

 

17.maí

Nú eru 10 dagar til kosninga. Og þjóðhátíðardagur norðmanna. Aldrei skilið þvæluna um frændur okkar Norðmenn. Ég vil alls ekki vera neitt skyldur þeim. Enda örugglega tengdari írskum þrælum og jafnvel konungum. Kannski Melkorku. Frekjan í norðmönnum á sér engin takmörk. Einkum í þjóðréttarmálum. Samt eru þetta bara sveitalubbar. Vona samt að þeir fái sem flestir að taka í höndina á kónginum í dag. Lengra er víst varla hægt að komast í upphefðinni. Og svo ættu þeir að fá sér ærlega í ranann.
Hér er nú einskonar milliveður. Ákaflega kyrrt en hitastigið alltaf undir 10 gráðum. Svo sem ekkert til að kvarta yfir. Og birtan enn að aukast. Rétt rúmur mánuður í þann silfraða. Samt vil ég fá hærra hitastig. Ég tók smá lokasprett á rauðu vespunni í gærmorgun. Niður að Sandvík og heim aftur. Í ullarpeysu og úlpu. Var samt skítkalt þegar heim kom. Nú er hún aftur komin til Bílanausts og Hösmagi vespulaus. Leggst nú undir feld og ræð ráðum mínum. Finnst líklegt að ég verði brátt vespueigandi á ný. Það er eiginlega nauðsynlegt sem umhverfissinni. Svona til að halda andlitinu sem Cherokeeeigandi. Jeppinn er að vísu búinn góðum mengunarbúnaði. Og nú er búið að kaupa lítinn Suzuki Jimmy jeppa fyrir fasteignasöluna. Svona míniútgáfa af jeppa. Á nú reyndar eftir að prófa hann. Og því verður ekki neitað að eftir að Hösmagi eignaðist eðalvagninn verður allur samanburður erfiður. Unaðslegasti vagn sem ég hef ekið um mína daga.
Og Maggi minn ætlar ekki að kjósa flokkinn sem þolir ekki nafn sitt lengur.Það er góð framför. Kannski verður hann bara ábyrgur kjósandi í framtíðinni. Er virkilega einhver eftir sem Björn Ingi höfðar til? Þessa arftaka Finns Ingólfssonar, holdgerfings framsóknarmennskunnar. Einhverju ógeðfelldasta fyrirbæri íslenskrar stjórnmálasögu.Vonandi fáir. Oj.
Hætti nú áður en grænu bólurnar verða fleiri.
Nú hefur Þórunn Jóna gerst hershöfðingi íhaldsins hér. Svona í bili a.m.k. Tel víst að hún eigi eftir að standa sig. Var bara ánægður með svör hennar um afreksverk Eyþórs. Kannski hún verði bara næsti bæjarstjóri. Það er allavega eitt sem hún hefur langt fram yfir Einar Njálsson og Snorra Finnlaugsson. Miklu fallegri fætur. Það sem nú skiptir okkur Árborgara öllu er að fella meirihlutann í bæjarstjórnininni. Þeir sem ómögulega geta kosið vinstri græna kjósa Þórunni Jónu. Þá hefst þetta. Með næturkveðju, ykkar Hösmagi.

Comments:
Sammála þér með Norðmennina. Og þar að auki virðast þeir gerast rasískari með hverjum deginum eftir að Fremskrittspartiet er orðinn stærsti flokkurinn þar í landi. Ekki gæfulegt það.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online