Sunday, April 30, 2006

 

Maí.

Ósköp finnst mér nú stutt síðan ég var að tala um öreiga allra landa. Eitt ár liðið og aftur kominn 1. maí. Þetta er kallaður baráttudagur verkalýðsins. Þessi dagur felst þó einkum í því í seinni tíð að verkalýðurinn þrælar en hinir eru í fríi. Þetta hefur löngum verið þannig. Sama gildir um frídag verslunarmanna. Enginn vinnur meira á þeim degi en einmitt verslunarþrælarnir. Öfugsnúið eins og svo margt í þessu þjóðfélagi. Á Selfossi er enginn kröfuganga, fundir eða kaffi eins og stundum var hér áður. Þó hefur launabilið á milli verkamanna og flestra annara aldrei verið meira en nú. Samtök atvinnulífsins hamra stöðugt á að kaup megi alls ekki hækka. Þá fari þjóðfélagið endanlega á hliðina. Foringjarnir þar hafa margföld laun verkamannsinns. Enda margir þeirra fæddir snillingar og eiga að uppskera í samræmi við það. Eða hvað?
Ég brá mér bæjarleið í litlu rauðu vespunni í gær. Mér tókst að koma henni uppí 60. Sá að hún var að verða bensínlaus. Fór og fyllti fyrir 416 krónur. Finnst ég strax vera orðinn öruggari í akstrinum. Kemur allt með æfingunni eins og flest annað. Bregð mér örugglega á bak aftur í dag.
Hér er nú þokuloft og hitastig lágt. Hef þó trú á að veturinn sé endanlega úti. Og uppúr 4 er orðið bjart enda aðeins rúmar 7 vikur í Jónsmessu. Sama bið í laxinn og fiðringurinn er byrjaður. Þó hlakka ég ekki minna til að halda á vit vatnanna góðu á Landmannaafrétti. Þangað er alltaf hægt að sækja nýja endurnæringu burtséð frá aflabögðum. En alltaf er von í þeim stóru þar og það er hinn góði bónus á ferðina. Semsagt gott, ykkar Hösmagi, heljarhress að vanda.

Comments:
Madur hefur ekki vid ad kommenta her, slik eru afkost fiskaspilla i bloggheimum. Verd tho ad koma thvi ad ad thar er mer nokkud glediefni ad vespan skuli vera ordin raud. Thad er vid haefi ad vespur seu raudar. Hlakka til ad taka i thennan grip a flotum vegum selfoss. Er annars stangarhaldari a smidinni?
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online