Saturday, April 08, 2006

 

Hugmyndafátækt.

Ingibjörg Sólrún hefur talað. Og hallelújakórinn hefur klappað. Solla litla talaði um hugmyndafræðilegt gjaldþrot annara flokka. Held ég hafi sjáldan heyrt annað eins öfugmæli. Ef við tölum um hugmyndir og hugsjónir er bara einn flokkur algjörlega gjaldþrota og það er samfylkingin sjálf. Sjálfsæðisflokkurinn er alltaf trúr sínum hugsjónum. Að hanga í afturendanum á Bandaríkjamönnum og lofa þeim sterku að troða á þeim smáu. Og Framsókn er enn trú hentistefnunnu. Að vera opinn í báða enda eins og Eysteinn sagði. Haga seglum eftir vindi og hafa áhrif og völd langt umfram það sem fylgið er. Ingibjörg stærir sig af afrekum samfylkingarinnar í sveitarstjórnum. Nefnir til mörg sveitarfélög þar sem allt blómstri undir stjórn hennar. M.a. sveitarfélagið Árborg. Alveg sama öfugmælavísan. Ekkert er mínu ágæta sveitarfélagi nauðsynlegra en losna við þetta hugsjónasnauða lið úr valdastólunum. Og á meðan ekki kemur fram óháður framboðslisti treysti ég á Vinstri græna. Verði þeir í oddaaðstöðu eftir kosningar er kannski einhver von til þess að hemill verði hafður á skemmdarverkamönnum. Ég hef áður rakið skemmdarverkin sem hér hafa verið unnin í umhverfismálum. Að sjálfsögðu eru þau ekki öll samfylkingunni að kenna. En vonandi man fólk eftir afstöðu Ingibjargar Sólrúnar, þessa kulnaða eldfjalls, til ábyrgðarskuldbindinga vegna Kárahnjúkavirkjunar. Hún vildi ekki "setja fótinn fyrir þetta mál" Sá sem ekki stendur með mér er á móti mér sagði frelsarinn forðum. Eini flokkurinn sem hefur staðið heill og óskiptur á móti þessum mestu náttúrusjöllum Íslandssögunnar eru Vinstri grænir. Þessari framkvæmd sem á eftir að reynast okkur dýrari en nokkuð annað sem við höfum tekið okkur fyrir hendur. Framkvæmd sem komandi kynslóðir munu þurfa að þræla fyrir. Og litla Moskva, rauði bærinn á austurlandi, er nú orðinn fölbleikur. Þeir eru aumkunarverðir gömlu kommarnir fyrir austan enda flestir í samfylkingunni. Nema Hjörleifur að sjálfsögðu. Sem betur fer eru enn til menn á Íslandi sem ekki láta villa sér sýn. En allt of margir tilbúnir að láta sálu sína fyrir baunadisk.
Býst nú ekki við að Sigga sænska lítist vel á þennan lestur. Ég meina þó allt sem ég segi hér. Aldrei þessu vant kannski. Hálfkveðnu vísurnar eru nú alltaf skemmtilegar.
Rauðbröndótta skottið mitt að koma inn úr logninu. Aldeilis breyting eftir allan beljandann. Yndislegt. Megi pálmasunnudagur færa ykkur gleði. Og allir hinir dagarnir einnig, ykkar Hösmagi, hamingjusamur þrátt fyrir íhaldsframsóknarsamfylkingu.

Comments:
Jú, mér leist bara vel á þennan pistil - þó að ég sé ekki sammála hverju orði hans. Ég myndi annars lýsa yfir stuðningi mínum við óháða listann: Björgum Ingólfsfjalli.
 
Áfangasigur hefur unnist varðandi Ingólfsfjall. Námuvinnslan hefur stöðvast í bili. En íhaldið í Þorlákshöfn er varasamt eins og annað íhald. Og aldrei verða þau skemmdarverk bætt sem þegar eru unnin. Og gott fólk í bæjarstjórn Árborgar getur líka haft áhrif.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online