Monday, April 24, 2006

 

Eftirvænting.

Vespan kemur í dag. Aðeins stærri en sú rauða sem var uppseld. Hlakka til að sækja þennan verðandi þjón minn þegar vinnu lýkur í dag. Átti í smástríði við búðarlokurnar. Hjólið kostaði 220.000 á föstudaginn en þá átti það að koma úr höfuðstaðnum. Um helgina hækkaði hjólið á lagernum um 33.000 kr. Það fauk bara í mig og ég skammaðist. Sagði þá jafnvel enn verri en olíumafíuna. Kannski ekki sanngjarnt að skammast útí strákagreyin í búðinni. Líklega verðið ordrur ofanfrá. Korteri yfir 9 hringdi stráksi og sagði að ég fengi hjólið á upphaflegu verði. Skráningin innifalin. Gott þegar menn sjá að sér. Ég þóttist eiginlega hafa keypt hjólið á föstudaginn. Þegar rauðu vespurnar koma aftur í júní er líklegt að þær muni kosta 240-250 þúsund miðað við þróun á gengi dollarans. Og jeppinn minn væri líklega kominn í 6 milljónir ef ég væri að kaupa hann núna. Hér hefur snjóað heilmikið í nótt. Vona að snjórinn hverfi í dag. Ég vil auða braut þegar ég sest á bak nýja fáknum í fyrsta sinn. Það verður unaðslegt að líða eftir götunum á þessu sparneytna og lítt mengandi farartæki. Það á að hlýna næstu daga svo það verður stutt í góða reynsluferð. Líklega er hjólið svart. Það er nú töff litur líka. Ég vona að Helga mín verði ekki fyrir vonbrigðum. Rekstrarkostnaður verður í lágmarki. Nokkur fjárhæð í tryggingar. Varla mikill þungaskattur því hjólið er bara rúmlega 80 kg. Svo væri sniðugt að setja kerru aftan í jeppann og taka hjólið með inní Veiðivötn. Hugsa að það veiti varla af kerru því ég á von á góðum afla. Þetta skýrist allt síðar. Var í afmæli Magnúsar á föstudagskvöld. Og Borghildur dró ekki af sér við kræsingarnar fremur en fyrridaginn. Gestir voru foreldrar afmælisbarnis, Pétur og Gústi vinir þess, Svavar, Begga og Ingunn Anna. Ánægjulegt kvöld. Bjór, rauðvín og koníak með kræsingunum. Verður ekki mikið betra. Og svo kemur annar pistill innan tíðar. Þar verður fjallað enn betur um nýju Ventuna. Hlé að sinni, ykkar Hösmagi, hugfanginn af nýja leikfanginu sem kemur í hús síðdegis.

Comments:
Þú ert greinilega að uppfylla draum margra því að ég deili líka öfund annarra kommentara vegna vespunnar. Eina vélknúna farartækið sem ég sé í rómantísku ljósi. Þú verður vígalegur á götum Selfoss í sumar. Glæsilegt framtak.
Til hamingju með gripinn.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online