Sunday, April 23, 2006

 

Bókvitið.

Dagur bókarinnar í dag. Fæðingardagur Halldórs Laxness. Líklega er nú varla til meira öfugmæli en að bókvitið verði ekki í askana látið. En það hefur nú verið eitthvað hæft í því í dentíð. Margt þróast á réttan veg þó grimmd manneskjunnar hafi ekki minnkað. Þetta grimmasta kvikindi jarðarinnar mun verða það áfram.
Ég fór á opnunarhátíð kosningaskrifstofu Vinstri grænna í gær. Skrifstofan er í gömlu musteri íhaldsins við Tryggvagötu. Foringinn sjálfur, Steingrímur Sigfússon, var á staðnum. Hélt tölu yfir þessum 30 sauðum sem þarna voru. Mæltist að sjálfsögðu vel eins og jafnan áður. Hann hefur fengið góðan bata eftir bílveltuna í vetur. Greinilega ætlað lengra líf sem betur fer. Það er erfitt að spá um úrslit kosninganna hér. Allt getur svo sem gerst. Vona þó að Vinstri grænir fái gott gengi og verði í stöðu til að hafa áhrif á myndun góðrar bæjarstjórnar. Það versta er þó að erfitt verður að laga til eftir núverandi bæjarstjórn. Nýjasta snilldarverk þessara óhæfu manna er að afhenda Miðjunni byggingarrétt á öllu landi í miðbænum. Þar með er ljóst að turnarnir eru alls ekki úr sögunni eins og haldið hefur verið fram. Miðjan er hópur manna sem hafa þá hugsjón eina að græða peninga. Eina von okkar Árbyrginga er að vinstri grænir komi sterkir út úr kosningunum. Þá er von á andspyrnu við frekari óhæfu- og skemmdarverk í umhverfismálum hér á staðnum. Og þá er líka meiri von í jöfnuði í mannlífinu. Yfirboð íhaldsins eru augljós. Allt fyrir ekkert. Á lista íhaldsins eru samt nokkrir ágætir menn. Helsti ljóðurinn á listanum er foringinn, Eyþór Arnalds. Hann naut þess í prófkjörinu að gömlu gaurarnir sem öttu kappi við hann eru löngu útbrunnir. Útslitin húsgögn sem eiga heima á ruslahaugunum. Sumir komnir þangað nú þegar. Vonandi una þeir hag sínum þar. Best væri að Eyþór færi sömu leið og héldi þeim félagsskap. Með cellóið með sér. Við þurfum enga leiðsögn frá mönnum á borð við Eyþór Arnalds. Það sannar ferill hans undanfarin ár. Ferill sem hann ætti að segja okkur frá sjálfur. En það er líklega borin von að þessi sjálfumglaði postuli lýðræðis og einkaframtaks geri það.
Slyddurigning úti. Held að vorið komi alkomið um mánaðamótin. Þá verður lífið enn ljúfara en nú. Bjartar nætur, angan af gróðri og kvak fugla. Og sá silfraði byrjaður að skipuleggja brottför úr sjó. Sannarlega tími mikilla væntinga. Bestu kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments:
Var ad lesa pistilinn um hjolid - ofund, ofund! Mig hefur alltaf dreymt um svona grip og mun lata af verda thegar um rymkast. Vid getum tha skellt okkur saman a Thingvelli med flugstong a bakinu thegar vel vidrar. Til hamingju, sbs
 
Helviti lyst mer vel a thessa vespu! Mig hefur einmitt alltaf langad i rauda vespu - helst Piaggio. Gott mal! Eg hlakka til ad sja gripinn.
 
Helviti lyst mer vel a thessa vespu! Mig hefur einmitt alltaf langad i rauda vespu - helst Piaggio. Gott mal! Eg hlakka til ad sja gripinn.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online