Friday, March 24, 2006

 

Garri.

Norðanbálið heldur sínu striki. Andlitið orðið eins og vindbarinn harðfiskur og hárið líkt og úfið hænurassgat. Hundfúl tíð og einhver tími í betra veður. Mátti til að skjóta fram nokkrum setningum svo aðdáendurnir haldi ekki að ég sé dauður. Mér finnst nú nafni minn fulldjarfur í hólinu. Kannski er ég bara svona eitursnjall með pennann án þess að gera mér grein fyrir því. Ég skal alveg viðurkenna að lofið er ágætt. Einkum og sérílagi frá fólki eins og Sigurði Ólafssyni og skáldinu mínu. Reyni nú að ofmetnast ekki. Verð kannski bara enn dugmeiri enn nokkru sinni eftir að ég hef skolað öllu skattarykinu á braut. Eins og þið sjáið er ég eiginlega að fiska innan landhelginnar á þessum tíma dagsins. Það verður því í styttra lagi bloggið þennan vindglaða föstudag. En bráðum kemur betri tíð með blóm í haga. Kærar kveðjur frá ritsnillingnum Hösmaga.

Comments:
Ég stend við allt mitt lof og skora á þig að benda á betri bloggara í Suðurlandskjördæmi (og jafnvel þó mun víðar væri leitað).
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online