Sunday, March 05, 2006

 

Dæmið ekki

svo þér verðið ekki dæmdir. Segir í fornu riti. Blair hinn breski nánast heldur því fram að það megi ekki gagnrýna sig af því guð muni dæma. Ég dæmi hann sekan. Sekan um alvarlega glæpi. Nú eru á annan tug þúsunda íraka í fangelsum breta og bandaríkjamanna í írak. Án dóms og laga. Sumir hafa setið þarna í meira en 2 ár án þess að hafa verið gefið nokkuð að sök. Hafa enga hugmynd um hvað þeir eiga að hafa af sér brotið. Þeim B og B stendur nákvæmlega á sama. Guð stendur með þeim og dæmir verk þeirra. Þeir hafa líka drepið marga. Og m.a. með aðstoð dana. Skyldi danska þjóðin vera stolt af verkum forsætisráðherra síns? Vonandi ekki. Ekki er ég stoltur af Halldóri Ásgrímssyni sem hefur stutt hvaðeina sem vinir hans hafa aðhafst í írak. Þetta er bara ógeðslegt. Sem íslendingur skammast ég mín sárlega yfir Halldóri og skoðanabræðrum hans. Við ráðherraskiptin í gær sagði hann að gott væri fyrir ráðherra að taka sér hvíld. Horfa til stjórnarinnar frá nýrri hlið. Eins og Sif sem sett var út í kuldann og búið er að hleypa inní hlýjuna aftur. Ég skora á Halldór að reyna þetta á sjálfum sér. Skammastu þín bara til að segja af þér strax. Sannarlega hefur farið fé betra.

Jæja, við erum snemma á fótum, litla ljónið og undirritaður. Eins og stundum fyrr. Heldur að hlýna eftir frost og garra að undanförnu. Grár mánudagur. Streðið að byrja eftir náðuga helgi. Svo sem allt í lagi. Nú er orðið albjart þegar haldið er til vinnu og þegar heim er komið. Búinn með eigið skattframtal enda ekki flókið eftir að ég gerðist venjulegur daglaunamaður hjá Hösmaga ehf. Ég er þar í vinnu samkvæmt náð og miskunnsemi. Samstarfið gengur þó allvel. Ekki teljanlegur ágreiningur. Stundum eins og við getum lesið hugsanir hvors annars. Komst á 63. aldursár i gær. Fékk upphringingu frá skáldinu, SMS og einn gest í heimsókn. Gamall vinur birtist hér fyrir hádegi. Og það skemmtilega við það var að hann mundi ekki eftir að ég ætti afmæli. Ekki síðri heimsókn fyrir það. Það var nú til siðs hjá mér á afmælum að taka tappa úr flösku. En öllu fer nú aftur. Í fyrra keypti ég mér vodka fyrir afmælið mitt. Svona til að dreypa á hugsanlegan gest. Nú keypti ég ekkert vodka. Birgðir fyrra árs eru enn óhreyfðar í ísskápnum.Svona er ég nú orðinn voðalegur bindindismaður. Kannski að einhver komi í heimsókn áður vodkað myglar í pelanum?

Þvottavélin er að ljúka sér af. Raikonen hættur að kippa sér upp við þeytinginn. Og gamli Gráni er horfinn af bílasölunni. Óska nýjum eiganda til hamingu með að vera kominn í Cherokee liðið. Smekkvís maður þar á ferð. Fram til orustu, fram bræður það dagar nú senn. Ykkar Hösmagi.

Comments:
Illar eru villurnar. Það eru nú fleiri írakar í fangelsi án dóms og laga en á annan tug. Orðið þúsunda vantaði í textann.
 
Sem betur fer tókst að losa aðeins um fasismann hér á Spáni fyrir tveimur árum. Annars ætla borgaryfirvöld í Barselóna að taka um nýjan fasisma í staðinn þar sem allt verður bannað á götum úti nema standa eins og strengdur á pinna í frakka úr einhverju fínu merki. Heimurinn virðist alls staðar hörfa undan dásemdunum, því miður. En þetta er samt gott hérna, 20 stiga hiti og góð stemning. Bestu kveðjur, sbs
 
Maður er farinn að sakna færslu frá Hösmaga.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online