Saturday, February 11, 2006

 

Vísbendingar.

Ég hef stundum haldið því fram að a.m.k. kosti sumir vinstri menn muni vitkast. Samkvæmt allmörgum skoðanakönnunum bendir margt til þess að það sé að ganga eftir. Samfylkingin tapar fylgi um allt land og vinstri grænir mælast með mjög aukið fylgi. Formannaskiptin í Samfylkingunni hafa alls ekki aukið fylgi hennar. Enda Ingibjörg Sólrún eins og kulnaður vúlkan.Og stefnuleysið samt við sig. Evrópubandalagið er draumurinn. Og markaðsvæðing heilbrigðiskerfisins. Púnktum og basta. Og framsókn að syngja svanasönginn. Athyglisvert að sjá niðurstöður könnunar í norðausturkjördæmi. Einu höfuðvígi framsóknar með Álvalgerði í frontinum. Þar fá frammarar 15% en höfðu 34. Steingrímur fær 25%, Samfylkingin tapar en íhaldið í sókn. Það er að vísu rúmt ár í næstu þingkosningar. Margt getur breyst. Imba Solla segist vera langhlaupari og spyrja skuli að leikslokum. En einhvernveginn segir mér svo hugur að langhlauparinn sé orðinn þreyttur nú þegar og muni ekki hressast að ráði. Gott ef hann kemst í mark. Það er aldrei von á góðu þegar dómgreindin bregst fólki. Og ég ætla, eins og Dóri litli, að gerast spámaður. Ingibjörg Sólrún mun aldrei verða forsætisráðherra. Sem betur fer fyrir þjóðina. Annars er ég orðinn ógurlega leiður á öllum prófkjörunum. Ekki friður til að lesa blöðin á netinu fyrir blikkandi frambjóðendum. Að auglýsa eigið ágæti. Kjósið mig af því ég er svo klár. Ég hef svo mikla reynslu sem ég ætla að vera svo góður að láta nýtast þér. Það versta við prófkjörin er subbuskapurinn sem einkennir þau. Verður til þess að besta fólkið vill ekki koma nálægt þeim. Og peningausturinn yfirgengilegur stundum. Kannski viljum við bara lýðræði peninganna. Eins og í USA. Hver einasti þingmaður þar er múltimilli. Ekki einn einasti fátækur maður á þar minnstu möguleika. Þar eru það ekki mannkostirnir sem telja heldur aurarnir. Sem betur fer er það nú ekki svo hér enn. En þær verða margar krónurnar sem skipta um eigendur í prófkjöri samfylkingarinnar í Reykjavík um helgina. Og það aulalegasta við þetta prófkjör er að þar mun íhaldið ráða úrslitum. Mér hefur alltaf fundist það heimskulegt að láta þá sem ekki munu kjósa lista ráða vali fólks á hann. Líklega skil ég ekki blessað lýðræðið sem í því felst.Vegir þess eru órannsakanlegir. En þó allsstaðar nálægt.
Lambakóngurinn minn tvítugur í dag. Vona að sem allra flestir afar séu jafnánægðir og Hösmagi.Þessi nafni minn er ljúfmennskan uppmáluð og svo hefur það alltaf verið. Sendi honum einlægar kveðjur á afmælisdaginn. Og móðurinni einnig sem varð enn virðulegri frú í gær. Frétti af henni að grilla kjöt í hesthúsinu í gærkvöldi. Og góðmetinu hefur örugglega verið skolað niður með góðum drykk. Vonandi hefur hefur þó búsinu ekki verið hellt í hrossin eins og þegar undirritaður hellti séníver í hrossið norður á Auðkúluheiði á fallegri vornótt fyrir 40 árum. Og eigandanum fannst nóg um því hann vildi láta hella í sjálfan sig. Ógleymanleg nótt eins og fleiri bjartar voraldarnætur sem landið okkar hefur gefið mér. Nóg blaðrað að sinni. Með hyljagrænum kveðjum, ykkar Hösmagi.

Comments:
Já það verður að segjast að prófkjör eru ekki skemmtileg. Amk ekki í samanburði við bjartar voraldarnætur.
 
Einkennilegt nokk að fyrra kommentið mitt komi ekki fram sem komment... Hvað veldur? Kannski er ég ekki nógu mikill kommi, það getur verið.
 
Og enn vill hann ekkert með það hafa!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online