Sunday, February 19, 2006

 

Góa.

Þorri hefur kvatt og Góa boðið góðan dag. Kyrrðin ríkir ein og ekki bærist hár á höfði. Hitastigið einar 4-5 gráður og ekkert í spilunum sem boðar miklar breytingar. Mér kemur bara veiðistöng í hug. Svona upphafið af þessum árlega vorfiðringi. Og sá er nú ekki aldeilis grár. Ef litur er á honum er hann örugglega grænn. Svona eins og græna þruman sem stendur nú á stalli sínum í bílskúrnum. Samkvæmt pistli Helgu Soffíu eru aríarnir komnir heim. Líklega hefði undirritaður sómt sér vel í einhverri af sérsveitum 3ja ríkisins. Ljós yfirlitum og nokkuð hávaxinn. Kannski orðið ágætur SS foringi. En það var farið að halla undan fæti hjá þessum sveitum þegar undirritaður var í heiminn borinn. Líklega gott fyrir 3ja ríkið og ekki síður fyrir undirritaðan. Prófkjöri íhaldsins hér lokið. Og Eyþór brosir útí bæði. Hvað sem segja má um Eyþór er alveg ljóst að íhaldið er í sókn hér í Árborg. Kannski er það nú ekkert undarlegt eftir samstjórn frammara og samfylkingar undanfarin ár. Ég ætla að spá í úrslitin í vor. Framsókn fær 2, samfylking 2, íhaldið 4 og vinstri grænir 1. Gæti orðið athyglisverður meirihluti sem hugsanlega tæki á umhverfis - og skipulagsmálum. T.d. komið í veg fyrir þessa 2 sextán hæða turna sem reisa á við brúarsporðinn. Yfirgengilega heimskuleg hugmynd.Verður vonandi mokað yfir hana í eitt skipti fyrir öll. Nóg skemmdarverk unnin nú þegar. Nýi meirihlutinn á að verða þjónn íbúanna er ekki drottnari. Á að taka á hagsmunamálum fólksins en ekki standa fyrir skemmdarverkum og skipulögðu kaosi. Skyjakljúfarnir geta verið ágætir á Manhattan. Við skulum bara vera sátt við fjallið, brúna, ána og annað gott sem við höfum. Og þegar búið verður að sprengja hótelið í frumeindir sínar mun fegurðin ríkja hér ein. Kveðjur frá mér og litla fóstursyninum, ykkar Hösmagi, kannski svolítið herskár í morgunsárið.

Comments:
Ætli Eyþór láti ekki frekar byggja tvo skýjakljúfa til viðbótar, báða í laginu eins og selló?
Það væri honum líkt.
Hefur annars Árbær engin yfirráð yfir því að stoppa jarðnámið úr Ingólfsfjalli og vill enginn þessara lista gera neitt í þeim málum?
 
frotte eða grútur tónabær og mikil já smér eða framvegis
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online