Thursday, January 12, 2006

 

Martröð.

Það síðasta sem Hösmagi sagði hér í gær var að gamall veiðirefur væri glaður í sinni. Það var satt þá. Svo fór sá hinn sami til vinnu sinnar. Og uppgötvaði fyrir tilviljun eina að hann hafði gert stór mistök. Leit enn einu sinni á draumavagninn. Lífsstílinn margumtalaða. Þá kom í ljós að ekki var allt með felldu. Óþægindatilfinning náði tökum á þessum gamla fiskimanni. Vel þekkt frá gamalli tíð. Og sumir draugar ganga aftur aftur. Draumurinn orðinn að martröð. Kannski raknar úr þessu í dag. Draumavagninn er þó fyrir bí í augnablikinu. Nú er eina von Hösmaga að hann sleppi fyrir horn eins og svo oft áður. Nái aftur hugarró sinni og jafnvægi í sálinni sem er mikilvægara en flest annað. Í dag er föstudagurinn 13. Þykir víst ekki gott. En mér hefur alltaf líkað vel við föstudaga. Aðventu helgarinnar. Og dálæti mitt á tölunni 13 þekkja þeir sem þekkja mig. Það rætist vonandi úr. Meira síðar, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online