Wednesday, January 11, 2006

 

Lífsstíll.

Aftur og nýbúinn. Minnir mig á auglýsinguna um kexið eða snakkið. Ef maður smakkaði á því varð ekki hætt. Passaði mig á að kaupa það ekki. Ég skipti um skoðun í fyrradag. Keypti mér draumajeppann á netinu. Örugglega vafasöm fjárfesting. Það er ekki pointið eins og Siggi, Helga og hin myndu segja.Bílagenið er samt við sig. Líka stundum vafasöm fjárfesting að kaupa sér brennivín. En við gerum það nú samt. Við viljum brauð og leiki. Við erum einfaldlega þannig. Sumir vilja fara af skerinu oft á ári. Flatmaga á sólarströndum og hella í sig. Aðrir vilja sífellt vera að slá golfkúlur. Drepa laxa og silunga. Eða vera á djamminu allar helgar. Ég hef ekki lengur fyrir öðrum að sjá en sjálfum mér og Raikonen vini mínum. Hvorugur sérlega þurftarfrekur. Kennarinn, lyfjafræðingurinn og skáldið orðin sjálfbær. Nýí vagninn kostaði 27.900 dollara. Og svona annað eins þegar hann verður kominn til landsins. Er í Pittsburg hjá Martinautogallery. Fer svo landleiðina til Norfolk og þaðan með skipi. Ég get sem sagt aftur farið að hlakka til jólanna. Óvinum einkabílsins finnst þetta óumræðilega fáfengilegt. En það verður sannarleg lífsnautn hjá mér að prófa nýja vagninn. Með 330 hestöfl undir vélarhlífinni, skriðvörnina og farþegana í bíó í aftursætinu. Og Freddy á fullu að brjótast til frelsis. Hreinn unaður eins og ég segi við sjálfan mig þegar ég fæ 5 eins. Alveg silfurtær unaður. Svona er þetta. Lífsstíll okkar er mismunandi. Hugsið ykkur bara ef við værum öll eins. Skelfing væri lífið þá leiðinlegt fyrir alla.Ég heyrði viðtal við nokkra fótboltafana um daginn. Einn hefur farið 60 sinnum til Englands að horfa á Arsenal spila. Annar elti eitthvert lið til austurevrópu. Sólarhringurinn kostaði yfir 200.000 Þetta er lífsstíllinn hjá þeim. Það er þeirra mál. Kannski myndi þeim finnast ég vera óttalegur fábjáni að láta drauminn um þennan jeppa rætast. Við skulum láta drauma okkar rætast ef við getum það. Hverjir sem þeir eru. A.m.k kosti ef uppfylling þeirra skaðar ekki aðra.
Hláka í bili en frost aftur framundan. Birtir hægt og bítandi. Styttist í Þorra og svo kemur anganin af nýju vori. Birta og ylur. Ölfusá mun halda áfram að streyma fram og Veiðivötnin enn á sínum stað. Gamli veiðirefurinn er nokkuð glaður í sinni. Ykkar Stórfiskaspillir, Hösmagi.

Comments:
Sjalfsagt ad lata draumana raetast. Til hamingju med nyja vagninn!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online