Monday, January 16, 2006

 

Jafnvægi.

Sloppinn úr snörunni. Þurfti reyndar að greiða gjald fyrir að vera skorinn niður. Aftur gnegg og kumr á stallinum. Í bili a.m.k. Hösmagi er til alls vís sem fyrr. Ef þú átt þér draum lætur þú hann rætast ef þú getur það. Ef þig dreymir bara um large lætur þú ekki small nægja.Svo einfalt er það nú. Martröðin að baki og jafnvægi í sálinni á ný. Ágætt bara.
Enn bætti í snjóinn í gær. Svalirnar að verða kaffullar. Varla hægt að opna út. Og Raikonen botnar ekkert í þessu. Nýjasta fæðan hans er hákarl. Og reyndar súr hvalur líka. Ég fékk mér af hákarlinum í fyrradag. Át hann með skeið uppúr krukkunni. Kötturinn var fljótur að renna á lyktina. Og þegar hann fékk ekki meira sleikti hann skeiðina. Þjóðlegur köttur.
Þarf að skreppa uppí hrepp í fyrramálið. Á eindrifa Opel án vetrardekkja. Fúlt. Það stendur vonandi til bóta síðar á árinu. Mikilvægt að komast leiðar sinnar í mínu starfi. Þessi janúar ætlar að verða svipaður og sá síðasti. Snjór og hálka. Lítið annað að gera en þrauka. Þorinn að byrja. Góa, birta og bjartar nætur áður en varir. Og veiði. Gamli veiðirefurinn sáttur. Ný æfintýri á næsta leiti. Bestu kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online