Wednesday, January 11, 2006

 

Blaðið og biskupinn.

Ekki veit ég hvernig á því stendur að mér tekst ekki að kommentera á blogg annara nú um stundir. Helga mín sagði að úr því enginn væri með eða á móti þegði hún bara. Einhvernveginn er það nú svo að við viljum örugglega öll fá viðbrögð við spekinni. Og þvælunni líka. Um DV er bara eitt að segja. Yfirgengilegt ógeð. En það má margt ræða um biskupinn. Kirkjunnar mönnum er nokkur vandi á höndum nú um stundir. Einkum eftir nýtt lagafrumvarp um réttindi samkynhneigðra. Lengst af dró ég niður í útvarpinu ef ég heyrði í Herði Torfasyni eða Páli Óskari. Löngu hættur því þó ég kunni alls ekki að meta þá sem listamenn. Hinsvegar hækka ég ef ég heyri í Freddy Mercury eða Elton John. En það eru margar hliðar á þessu máli eins og öðru. Í mínum augum geta tveir karlmenn aldrei orðið hjón. Og ekki tvær konur heldur. Við verðum að minnsta kosti að breyta merkingu orðsins fyrst. Ég er nú ekki mikill trúmaður en þó hangið í þjóðkirkjunni. Gekk í borgaralegt hjónaband á sínum tima og látið presta skíra og ferma krakkana mína. En er enhverju jafnrétti náð með því að gera tvo homma að hjónum? Varla telur nokkur maður ástina vera eingöngu fólgna í kynlífi. Án þess ég hafi nokkurntíma haft neitt á móti því. Ég á nokkra gagnkynhneigða vini. Á ég þá ekki að hafa sama rétt til að giftast einhverjum þeirra þó ég vilji ekki sofa hjá þeim? Fá þessi sömu réttindi sem samkynhneigðir krefjast. Erfðarétt, rétt til ættleiðingar og skattalegt hagræði. Hvað með gömul systkyni upp í sveit? Ein eftir á óðali feðranna. Finnst vænt hvoru um annað og vilja sama rétt og samkynhneiðir telja sjálfsagðan. Mér finnst nú ekkert undarlegt þó biskupinn sé í nokkrum vanda staddur. Hinsvegar hef ég aldrei kunnað að meta þennan biskup. Kannski ekki verrri en einhver annar. Og svo glottir hann þegar talað er um grafalvarlega hluti. Þó held ég að nokkuð sé snúið útúr orðum hans. Hvað gerum við við gamla hluti þegar nýir koma í staðinn? Við hendum þeim á ruslahaugana. Gamla merking orðsins hjónaband fer beint á haugana og ný merking kemur í staðinn. Fyrir mér er þetta ekki flóknara en þetta. Hommar og lessur eru síst verra fólk en við hin. Alls góðs makleg. En ef við breytum fornum gildum verðum við að skera allt þjóðfélagið upp. Vera tilbúin að hlusta á nýja minnihlutahópa. Mig til dæmis ef ég vil fá að giftast gagnkynhneigðum vini mínum. Og gömlu systkynin á óðalssetrinu. Við skulum allavega sýna hvert öðru eins mikið umburðarlyndi og langlundargeð og hægt er. Ég sagði stundum við vinkonu mína og fyrrum sambýliskonu, sem varð stundum nokkuð tíðrætt um Guð, að ég væri í fínu sambandi við hann. Við vissum hvor af öðrum en létum hinn í friði svona dagsdaglega. Ég er sannfærður um að hið góða kærir sig ekkert um þessa endalausu tilbeiðslu. Aðalatriðið er að breyta rétt gagnvart náunganum og þá farnast okkur betur.
Pistilinn skrifaði postulinn Hösmagi. Og ef hann fær engin viðbrögð þá þegir hann bara eins og Helga.

Comments:
Við erum líkast til ekki alveg sammála í þessu máli, nafni. En það er eins og það er. Aðallega vildi ég nú samt bara kommenta hjá þér svo þú þegðir ekki.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online