Tuesday, January 31, 2006

 

Allt er vænt......

sem vel er grænt. Skráningarstofa hefur komist að niðurstöðu. Nýi jeppinn Hösmaga er grænn. Þetta vissi Hösmagi áður. Nefndi vagninn flöskugrænan. Nokkuð dökkgrænn. En nú er ég alveg viss um litinn. Þessi glæsikerra er nefnilega Vinstri græn. Að sjálfsögðu. Hvað annað?
Ég var að skoða almanakið mér til dundurs. Janúar nánast lokið. Febrúar, mars og apríl. Og þá glaðnaði nú heldur yfir Fiskihrelli. Þrjátíu dagar þar eins og jafnan áður. En vinnudagarnir eru einungis 16. Það eru sem sagt 5 laugardagar, 5 sunnudagar, skírdagur, föstudagurinn langi, 2. í páskum og sumardagurinn fyrsti. Blátt áfram unaðslegur mánuður. Lítið um páskahret í seinni tíð. Meira en líklegt að Fiskispillisskelfihrellir bregði sér til veiða. Og þá er nú vissara fyrir stóru urriðana að vara sig. Sannarlega ástæða til að óttast Herconinn í höndunum á þessum gamla veiðiref. En bíðum nú aðeins. Sé að það er spáð 8 stiga hita á laugardaginn kemur. Gott færi á að ná úr sér hrollinum og reyna nýju kerruna almennilega. Líklega þjóðráð. Sjáum hvað setur. Þeir eru orðnir heldur linir við bloggið fóstbræðurnir. Öðrum er nú vorkunn. Föðurhlutverkið er stórt hlutverk. Og skáldið líklega önnum kafið líka við andlega framleiðslu. Sé þó að hann kíkir á blogg Hösmaga og finnst vænt um kommentin. Bestu kveðjur krúttin mín, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online