Monday, November 28, 2005

 

Morgunkorn.

Klukkan er bara rúmlega 4. Samt er kominn morgunn hjá okkur Raikonen. Og kornið hans orðið að morgunkorni. Kvöldkorn í gærkvöldi og næturkorn eftir miðnætti. Virðist þrífast nokkuð vel af þessum þurrmat. Fær nú ýsu og skyr svona annað slagið. Og undirritaður heldur svona nokkurnveginn holdum líka. Kannski ætti ég bara að drífa mig í líkamsrækt og fara að safna vöðvum. Líklega þó of latur til þess. Fæ nú líka heilmikla hreyfingu á morgungöngunni. Örugglega hollasta og besta hreyfingin. Kannast við nokkra skokkara hér á staðnum sem eiga það sameiginlegt að vera búnir að hlaupa sig hálfvitlausa. Misvitlausa reyndar. Endorfínið segir til sín og þeir svífa í draumum sínum. Telja sig fullkomna og vitra. Verði þeim að góðu.

Kvefskrattinn er að plaga mig ennþá. Engiferrótin og hvítlaukurinn virðast koma að litlu haldi. Sit nú reyndar á mér við hvítlaukinn. Gengur bara ekki í vinnunni. Nógu rólegt fyrir. Það er reyndar verið að mála kjallarann og lakklyktin fyllir húsið. Óþverraþefur mikill og varla hollur.

Og svo dreymdi mig í nótt. Og ég varð alveg óskaplega feginn að vakna. Ég var sem sagt búinn að gifta mig. Shit. Botnaði bara ekkert í sjálfum mér. Rugl draumanna á sér engin takmörk. En allt er gott sem endar vel.

Af hverju stendur kötturinn kyrr?
Það kvelur hann líklega efinn.
Og það er ´ann Hösmagi heitur sem fyrr
sem hamrar nú snilldin´á vefinn.

Bestu kveðjur úr myrkrinu, ykkar Hösmagi.

Comments:
Skemmtileg þessi nýbreytni með enskar slettur hér á vefnum. Og tilefnið vissulega ákallandi, það vantar ekki!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online