Wednesday, November 02, 2005

 

Kvakstöð.

Kvakstöð. Hvað skyldi það nú vera? Þetta er lítið tæki sem þú setur í barnavagninn þegar barnið þitt smáa fær sér lúr úti í íslenska vetrinum. Baby monator. Þegar það vaknar af sínum væra blundi og kvakar þá heyrir þú í því þar sem þú situr inní stofu og hugleiðir tilveruna. Þröstur á Bakka á von á barni með konu sinni Þorbjörgu. Hann keypti svona tæki á netinu. Af einhverjum kana sem sendi tækið til Íslands. En nú kom babb í bátinn. Fjarskiptastofnun stöðvaði sendinguna á pósthúsinu. Tækið hafði nefnilega ekki CE merkingu. Þröstur vissi ekki hvað þetta þýddi. Og lögmaður hans ekki heldur. Eftir japl, jaml og fuður og nokkur símtöl við pósthúsið, tollstjórann og fjarskiptastofnun upplýstist málið. Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið segir að svona tæki skuli merkt með stöfunum CE. Og ef þessa stafi vantar er tækið eyðilagt eða sent aftur til föðurhúsanna. Þetta er líka tekið fram í 65. gr. fjarskiptalaga. Í reglugerðar- og lagafrumskóginum sem til varð við þennan samning er margt skondið. Við höfum til dæmis þessi fínu lög um járnbrautir og skipaskurði. Líklega langt í að á þau reyni. Það er því vissara fyrir sauðsvartan almúgann að vera á varðbergi þegar verslað er á netinu. Þarna fuku 80 dollarar útí vindinn. Þröstur lifir þetta af. En aurunum hefði verið betur varið í annað.
Sem sagt góðir hálsar, gætið að ykkur.

Kominn úr daglegri eftirlitsferð um bæinn. Hiti 2° og bara smágola. Spáð rigningu og enn hlýnandi veðri og þá hverfur snjórinn vonandi. Nokkurnveginn að verða bjart þegar haldið er til starfa kl. 9 og farið að rökkva verulega þegar komið er heim kl. 17. Allt eftir bókinni. Sé að skáldið er á leið til fóstbróður síns í Svíaríki. Vona að þeir skáli fyrir ritsnillingnum sem nú er að ná góðri heilsu á ný. Sendi ykkur ljúfar kveðjur, Laxaspillir, Urriðaskelfir, Fiskihrellir, Hösmagi, ritsnillingurinn mikli, veiðimaðurinn vitri, kvennamaðurinn ógurlegi og kattavinurinn besti, Sigurður Sveinsson. Athugið að utanáskrift mín á að vera samhljóða undirskrift minni, eins og Sólon Íslandus sagði.

Comments:
Kvakstöd er ansi gott ord. Aetla ad bidja um eitt slikt taeki fljotlega út í saenskri bud og sjá hvort their skilja ordid. Thad mun koma sér vel innan skamms.
Svo verdur örugglega skálad í brennsa fyrir laxaspilli í Malmö frá og med morgundeginum.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online