Tuesday, November 22, 2005

 

Köttur útí mýri.

Verulegur hluti af starfi mínu á fasteignasölunni er að skoða eignir. Eignir sem okkur er falið að selja eða bara að verðmeta þær. Það hefur komið mér á óvart hvað það er algengt að köttur sé á heimilinu. Líklega vita flestir sem hafa rýnt í bloggið mitt að mér er ekki mjög illa við þessa dýrategund. Þessi dýr eru lík mönnunum að því leyti að þau eru líklega jafn misjöfn og þau eru mörg. Sum eru mjög hofmóðug. Halda að þau séu miðja alheimsins. Aðalnúmerið á heimilinu a.m.k. Ég hitti eina kattarafmán í gær. Og þessi afmán sá strax að þarna var vera sem vert væri að athuga nánar. Dýrið skynjaði þelið frá þessari veru. Ég hafði vart frið til að ljúka verkum mínum í þessu húsi. Taka myndir og skrá niður það sem ég þurfti. Við kötturinn urðum sem sé perluvinir um leið og ég kom innúr dyrunum. Nuddaði sér utan í lappirnar á mér, sleikti hendur mínar og malaði hátt.Gæti verið einhverskonar andlegur skyldleiki. Veiðieðli í báðum. Mér finnst þetta skemmtilegt. Miklu skemmtilegra að skoða svona hús en þau kattlausu. Sumir skilja þetta reyndar alls ekki. Hata þessi kvikindi eins og pestina sjálfa. Ég læt mig það litlu varða. Held bara áfram að láta mér lika vel við við þessar loðnu og yfirleitt ljúfu verur.

Enn er hitinn vel yfir frostmarkinu. Snjórinn farinn og klakinn sömuleiðis. Og sumir væla yfir þessu. Finnst myrkrið svart og heimta hvíta jörð. En snjórinn er bara til óþurftar. Kostar mikla fjármuni og veldur mörgum slysum. Minningin um hundslappadrífu á aðfangadagskvöld lifir samt ennþá. En mér líður afskaplega vel á rauðum jólum.

Ég er að láta mig dreyma þessa dimmu daga. Dreyma um veiðiferð til Rússlands á næsta sumri.Veiða í heila viku í Acta ánni. Hún er bókstaflega full af laxi. Og þeir ku vera stórir þarna. Ætla að spekúlera í þessu. Flogið til Helsinki og þaðan til Rússíá. Allt innifalið, matur, gisting, veiði og leiðsögn. Þetta kostar innan við 200 þúsund. Svona álíka og mánaðarfyllerí. Hvað er það milli vina? Skítur á priki. Bestu kveðjur, ykkar Hösmagi, hugsandi um ógurlega stóra laxfiska.

Comments:
Gott að klakinn og snjórinn er farinn. Ég kýs líka miklu fremur myrkur en snjó enda er myrkrið bara ágætt. Bestu kveðjur frá auðri jörð á Skáni.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online