Sunday, November 06, 2005

 

Hinir staðföstu.

Eftir innrásina í Írak ákváðu þeir Davíð og Halldór að íslendingar skyldu vera í hópi "hinna staðföstu þjóða" Standa og falla með glæpagengi Bush og Rumsfeld. Fyrsta verk þeirra félaga var að koma upp herfangelsum í Írak. Og þeir voru ekki í vandræðum með fangaverði. Þeir sendu þangað menn sem höfðu verið reknir úr starfi í bandarískum fangelsum fyrir grimmd. Úrþvætti þjóðfélagsins voru alveg upplögð til þeirra starfa. Cheney varaforseti hefur nú útlistað fyrir fréttamönnum að ríkisstjórn bandaríkjanna verði að vera undanskilin alþjóðalögum um pyntingar á föngum. Bush og stjórn hans sé nauðsynlegt að beita grimmilegum, ómannúðlegum og niðurlægjandi aðferðum í heilögu stríði. Skyldu þeir Davíð og Halldór vera þessu sammála? Ég vona að svo sé ekki. Bandaríski herinn er nú talin hafa fangelsað 70.000 manns algjörlega fyrir utan lög og rétt. Nóg verkefni fyrir úrþvættin sem ekki var hægt að nota heima í Guðs eigin landi. Og Páll Baldvin Baldvinsson blaðamaður spyr hvort við íslendingar eigum ekki að stíga skrefið til fulls. Sanna staðfestu okkar með því að bjóða Rumsfeld og glæpagengi hans upp á aðstöðu upp á Velli fyrir pyntingastofnun. Þar sé næg aðstaða og samdráttur í öllu hermangi hvort eð er. Þetta sé framfaramál fyrir Hjálmar, Siv, Árna og Þorgerði. Til að sanna staðfestuna.
Hvenær skyldi renna upp ljós fyrir þessu fólki? Væri nú ekki ráð að opna augun. Segja okkur úr félagsskap þessara glæpamanna. Viðurkenna staðreyndir og breyta samkvæmt því. Kannski er það borin von.

Í dag er 7. nóvember. Afmælisdagur rússnesku byltingarinnar. Rússar eru reyndar nýbúnir að skipta um þjóðhátíðardag. Völdu 4. nóvember í staðinn. Svo eru þeir líka að hugsa um að jarða Lenín. Líklega kominn tími á það eftir rúmlega 80 ár. Heldur hefur mér nú fundist fáfengilegt að hafa þessa múmíu til sýnis og líst vel á að hún fái endanlega hvíld.

Þetta er hundraðasta bloggið mitt. Bráðum ár liðið frá fyrsta blogginu úr Lögmannasundi. Er örugglega kominn á skrá hjá CIA. Læt mér það í réttu rúmi liggja. Menn verða að þora að standa við skoðanir sínar og sannfæringu. Líklega hafa nú atburðir líðandi stundar mest áhrif á þessi skrif. Sá að ég var ansi iðinn við skrif um veiðiiðjuna í sumar. Einskonar dagbók í leiðinni. Nú er friðurinn úti. Skyrgámur mættur og lætur ófriðlega. Með kveðju úr vetrarblíðunni, ykkar Hösmagi.

Comments:
Ég sé að manni er eiginlega skylt að kommenta þó ekki væri nema til heiðurs þeim dugnaði sem hér hefur vitnast á undanförnum dögum. Þar kemur glöggt fram hvor okkar feðganna er kappsamari á ritvellinum; mitt blogg lafir vart lengur á rót sinni. Bestu kveðjur, SBS
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online