Saturday, October 15, 2005

 

Vor á haustdögum.

Sveifla í hitastiginu. Hækkun um 15 gráður frá því í fyrradag. Gott að fá nokkra svona daga eftir kuldakastið. Myrkrið er að vísu enn svartara. Alskýjaður himinn og allt á floti á Höfn í Hornafirði. Bíð nú eftir síðasta kappakstrinum í Formúlunni. Líklega er það bílagenið sem stjórnar því.

Og nú er lítið mál þó fólk fái harðlífi. Ég var að lesa um sænska rannsókn á áttræðum kellingum. Lausnin við hægðatregðu er að bregða sér bara á næsta listasafn. Góna svolítið á málverkin og þú færð þessar fínu hægðir. Svíarnir eru alltaf jafnsnjallir. Listin nærir sem sé ekki einungis sálina heldur hefur líka þessar ágætu aukaverkanir. Það er margt skrýtið í kýrhausnum. Lengi lifi svíar.
Geir Haarde, þessi sem er að taka við Flokknum, sagði í gær að blöðin snéru út úr ræðunni miklu sem haldin var í fyrradag. Telur líklega að þessi hrekkjusvín séu bæði sjón- og heyrnarlaus. Ég tel mig enn hafa sæmilega heyrn. Nógu góða til að hafa heyrt þvæluna sem vall út úr yfirnagaranum nýja. Nógu góða sjón til að sjá pirringinn og geðvonskuna sem einkenndi þessa tölu. Götustrákarnir eiga alltaf erfitt með að sitja á strák sínum. Það er alltaf slæmt þegar vopnin snúast í höndum manna. Þegar allskonar skítalið notfærir sér hið frjálsa framtak. Hið frjálsa framtak sem einungis var ætlað útvöldum. Engin furða þó Kim Il Jung verði pirraður. Svona getur nú lífið leikið menn grátt.
Raikonen mættur innúr blíðunni. Sleikir tær sínar vandlega. Horfum saman á nafna hans vinna síðasta mótið á árinu. Vonandi allavega. Kærar kveðjur til allra bloggara og hinna líka, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online