Thursday, October 20, 2005

 

Viðjar vanans.

Undirritaður hefur lengi reykt sömu vindlategundina. Líklega í 34 ár. Ekki alveg blóðhrár. Og að undanförnu hefur sá hinn sami eiginlega reykt alveg um þverbak. Lágmarkið 20 vindlar á sólarhring. Einhvernveginn fór ég að hugsa um þetta í fyrradag. Það væri nú óþarfi að kveikja í ef mann langaði ekki til þess. Ákvað að verða svolítið meðvitaður. Og mér tókst strax nokkuð vel upp. Reykti 13 vindla á sólarhringnum. 35% niðurskurður. Og árangurinn batnar líka þennan sólarhring. Verða sennilega 10 vindlar og þá er árangurinn kominn í 50%. Nú væri kannski einfaldast að hætta þessu bara alveg. Kannski kemur að því fyrr en seinna. Ég hef nú sagt við þá sem hafa lagt þetta til við mig að lífsnautnamaður eins og ég verði nú að hafa eitthvað eftir. Nánast orðinn bindindismaður á áfenga drykki og skjortejægerinn bærir varla á sér. Það er auðvitað hörkuvinna að drekka og stunda kvennafar. Það þarf því að fylla tómarúmið þegar slakað er á gjálífinu. En það fylgja þessu líka góðir kostir. Það sem best er af því öllu er að vakna alla morgna ótimbraður. Fullur af krafti eins og raketta sem nýbúið er að kveikja í. Bara andskoti gott. Reikna með að þetta verði svona meðan ég stunda núverandi atvinnu. Legg það hvorki á sjálfan mig né aðra að mæta skjálfandi og úrillur til starfa. Held að það sé hverjum manni hollt að brjóta viðjar vanans. Staldra stöku sinnum við og hugleiða lífið og tilveruna. Ég hef að vísu engin áform um að taka upp neinn meinlætalifnað. Enda stundum hugsað á þá leið að lífið yrði nú ekki skemmtilegt ef maður neytti aldrei neins sem talið er óhollt og gerði aldrei neitt sem er bannað. Kannski fær skjortejægeren bara frítt spil bráðum. Sjáum til. Bestu kveðjur krúttin mín, ykkar Hösmagi.

Comments:
Sonur þinn var einmitt að segja mér að honum þætti vindlareykur betri en sígarettureykur - svona í óbeinum reykingum. Taldi hann þetta hafa eitthvað með æsku sína að gera. Illt þætti mér líka ef þú færir að verða skjálfandi og úrillur og vona að það verði aldrei.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online