Wednesday, October 26, 2005

 

Ritsnilld.

Undirritaður fór að glugga í sitt eigið blogg svona til að rifja upp atburði og hugleiðingar undanfarinna mánaða. Ýmislegt skemmtilegt rifjaðist upp. Og skyndilega datt mér í hug að gaman væri að eiga bloggið útprentað í möppu. Hugsið ykkur bara ef önnur eins ritsnilld glataðist skyndilega. Gufaði hreinlega upp af því einhver netþjónn í útlöndum tæki upp á kúnstum. Gæti alveg trúað Bush og Rumsfeld til slíkra fólskuverka. Eða íslenskum skoðanabræðrum þeirra.Og svo yrði þetta líka íslenska bókmenntaarfinum mikið tjón. Og áður en við er litið er maður orðinn langafi. Ljótt ef litlu ófæddu krílin sæu ekki hvað langafi þeirra var snjall með pennann. Svo það var bara langbest að kaupa möppu og plastvasa og hefjast handa við útprentun. Raða þessu svo upp í tímaröð svo komandi kynslóðir eigi greiðan aðgang að þessum gersemum.

Kannski varð ég nú að koma þessu á framfæri núna. Alveg hættur að fá comment eða hrós. Og þá grípur maður að sjálfsögðu til sinna ráða. Vekur sjálfur athygli á eigin snilld. En svo er líka gamla máltækið að betra sé illt umtal en ekki neitt í fullu gildi. Líklega er ég nú ekki nógu duglegur að kemmentera á blogg annara. Kemur þó fyrir. Og best gæti ég trúað að ég héldi uppteknum hætti. Yrkja svolítið af hálfkveðnum vísum. Hafa grafalvarlega hluti í flimtingum.Vera svolítið rætinn og illgirnislegur. Kasta skít í landsfeður. Og líka saklaust fólk. En voða góður strákur samt. Svona innvið beinið. Kveðjur úr kuldanum, ykkar Hösmagi.

Comments:
Hjartanlega sammála thér um ritsnillinginn vid Ölfusárbakka. Bestu kvedjur frá addáanda nr. 1 í Svíthjód.
 
Það er fyllsta ástæða til að taka undir þetta hjá ykkur nöfnunum. Hvaða langafatal er þetta annars?
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online