Monday, October 31, 2005

 

Pest.

Varð fyrir slæmri sendingu í gærmorgun. Einhverskonar flensa. Og ekkert Day Nurse. Besta flensulyf í heimi er að sjálfsögðu bannað á Íslandi. Ég hélt mig að sjálfsögðu í rúminu og svaf linnulítið í 22 tíma. Og Raikonen hefur líklega skynjað að fóstri var heldur slappur. Sat að mestu á sér við gælurnar og hagaði sér eins og fyrirmyndarköttur. Ákvað að vera heima í dag og ná þessum skratta úr mér. Lystarleysið er algjört og eina fæðan sem ég hef í mig látið er Kóka Kóla. Virðist duga ágætlega í bili. Undirritaður er nú ekki eins og hann á að sér þegar engin löngun er í kaffi að morgni dags. Aldeilis fáheyrt. Mér til dægrastyttingar fór ég að lesa Fréttablaðið. Og reyndar DV líka sem borist hefur með því undanfarna 2 daga. Og ekki skánar DV. Sennilega versta sorpblað í heimi hér. Virðist vera að reyna að þjóna ákveðnum hópi fólks með alveg sérstaka siðferðiskennd. Og tekst vel upp við það. Fari það bara norður og niður. Þó ég sé nú ekkert sérstaklega hrifinn af Fréttablaðinu er það þó í allt öðrum klassa. En líklega er nú Mogginn enn besta blaðið þó ég sé hættur að kaupa hann. Hann fór að vísu stundum aðeins út af sporinu. En það fengu allir að viðra skoðanir sínar þar. Jafnvel tegundin Vinstri Grænir. Ég læt nú netútgáfur blaðanna nægja að mestu. Og ef ég þarf að ausa úr viskubrunninum eða skálum reiðinnar geri ég það bara hér. Gott bara. Og síðasta bloggið með 6 comment. Fjandi sniðugt að synirnir skuli velja þennan vettvang til tjáskipta um Bruce Springsteen og fleiri góða. Hann er líka inní hlýjunni Magnús minn. Hvernig væri nú að þú héldir smáfyrirlestur um goðið þitt á eigin bloggsíðu. Það væri nú tilvalin byrjun. Og eftirleikurinn auðveldur.

Nú er spáð hlýnandi veðri. Vonandi stendur það lengi. Kannski endar árið bara með stangveiði í Tangavatni. Væri eiginlega endir við hæfi eftir skemmtilegt veiðiár. Tíminn sker úr um það og ég held ró minni. Nóg að sinni, ukkar einlægur Hösmagi.

Comments:
Ég skal nú koma með day nurse þegar þar að kemur - en þá verður pestin bara löngu farin sem betur fer. Láttu þér batna (og húrra fyrir Raikonen!)
 
Ég skal nú koma með day nurse þegar þar að kemur - en þá verður pestin bara löngu farin sem betur fer. Láttu þér batna (og húrra fyrir Raikonen!)
 
Í búning? Væri hún ekki betri þegar búið væri að klæða hana úr?
 
Ekki að undra þó að fólk veikist í vetrartíðinni á Íslandi þessa dagana. Heilsist þér.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online