Monday, October 17, 2005

 

Þingræðið.

Nú hefur íhaldið ályktað um að afnema beri 26.gr. stjórnarskrárinnar. Ákvæðið um rétt forsetans til að neita að undirrita lög frá Alþingi. Þar á bæ tala menn um helgi þingræðisins. Og forsetanum voru ekki vandaðar kveðjurnar í fyrra útaf fjölmiðlafrumvarpinu. Þessu hugarfóstri Davíðs. Og auðvitað fékk þjóðin ekki að kjósa um lögin. Þá hefði ósigur Davíðs orðið fullkominn. En er þingræðið ofar lýðræðinu? Þegar kosið er til þings eru ekki öll mál fyrirséð sem upp koma á kjörtímabilinu. Er það lýðræði ef þingið ætlar að knýja fram lög gegn vilja þjóðarinnar? Aldrei kom neitt fjölmiðlafrumvarp á meðan Mogginn hafði ægivald yfir öllum öðrum fjölmiðlum. Það hefur aldrei farið milli mála að forsetinn hefði þennan rétt. En Davíð og Halldór trúðu því bara ekki að Ólafur Ragnar hefði kjark til að beita þessum rétti. Árás á þingræðið. Embættið sætti ofan og þar fram eftir götunum. Og því var haldið fram í fullri alvöru að forsetinn væri að ganga erinda þeirra Baugsfeðga. Gott ef dóttir hans vann ekki hjá þeim. Og Mogginn féll á prófinu. Hamaðist gegn forsetanum í kosningunum í fyrra. Þá hafði ég keypt þetta blað í 33 ár samfellt. Ég sagði áskriftinni upp. Valdhafarnir í Íslandi hafa ávallt verið hræddir við þjóðaratkvæðagreiðslur. Hægt er að nefna mörg dæmi um mál sem hafa verið knúin fram í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar. Í nafni hins helga þingræðis. Það verður ekki lýðræði á Íslandi til framdráttar ef 26. greinin verður afnumin. Ákvæðið var sett þarna þjóðinni til varnar.Og ég tel Ólaf Ragnar mann að meiri að hafa haft kjarkinn til að beita ákvæðinu. Sagan mun að sjálfsögðu dæma hann af verkum sínum. En mennirnir sem telja sig unna lýðræði og þingræði meira en aðrir verða reiðir áfram. Það er verst fyrir þá sjálfa. Heilbrigð fjölmiðlun þarf nefnilega alltaf að þjóna hagsmunum valdstéttarinnar. Að sjálfsögðu var það fáheyrð ósvífni að setja sig upp á móti vilja yfirnagarans nýja. Nóg um það að sinni.

Sama blíðan hér. Ekki bærist hár á höfði og hitinn vel yfir 10 stigum. Jafnvel kominn smávíbringur í Herconinn. Væri ekki amalegt að fá svona veður þegar skáldið mitt kemur heim úr draugaganginum. Svona desemberveður eins og var 1997. Myndi stytta meðgönguna í næsta veiðisumar.Allt kemur þetta í ljós. Fyrsti vetrardagur á laugardaginn. Gangrimlahjólið snýst á sama hátt og alltaf áður. Og við Raikonen tökum því bara sem að höndum ber. Megi dagurinn færa ykkur gleði, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online