Thursday, October 13, 2005

 

Að halda ræðu.

Davíð hefur talað.Og hirðin klappað.Karlálftin verður líklega að burðast með þetta steinbarn í hjarta sínu uns yfir lýkur. Sumir þola alls ekki að tapa. Opinbera þá sitt innra sálarlíf. Og þó ég sé nú lítt hrifinn af Ingibjörgu Sólrúnu þá er ég henni sammála um ræðuna miklu í gær. Hatur og beiskja geislaði af þessum yfirnagara þegar hann talaði um pólitíska andstæðinga sína. Og afgangurinn lofrulla um eigin verk. Mjög tilhlýðilegur endir á stjórnmálaferli þessa manns. Megi hann eiga góða daga í draumaheimi sínum.

Stjórnaskrárnefnd hefur hafið störf. Ræðir um forsetaembættið. Og ný hugdetta komin í ljós. Að 5-10 alþingismenn þurfi að vera á meðmælendalista forsetaefnis. Hvaðan skyldi þessi snilldarhugmynd vera komin? Af hverju alþingismenn? Eða 20 sauðfjárbændur? Og 3 djáknar hið minnsta? Kannski verður næsta tillaga á þá leið að forsetaframbjóðandi verði að fá blessun frá yfirnagara í seðlabankanum. Væri vel við hæfi. Kannski álpast núverandi stjórnarformaður í hinu nýja dótturfélagi þeirra Baugsfeðga i framboð. Þá sjá menn nú að þetta er alls ekki vitlaus hugmynd.

Nýtt Kastljós lýsir nú í haustmyrkrinu. Lágkúra í hávegum höfð. Sendingin frá Stöð 2 hefur hitt beint í mark. Einkennilegt að sjá þá Sigmar og Kristján velta sér upp úr drullunni með þessum nýju herrum. Þórhalli og Páli. Nýtt og gott íslenskt efni heitir það. Liggur við að maður leggist á bæn. Biðji um að þessir menn fari heim til sín aftur. Eða bara til DV. Sorglegt hvað lágkúran og sorinn eiga sér marga formælendur.

Ekki fer nú nýja íslenska leitarvélin vel af stað. Blogleit.is. Allavega fann hún ekkert sem ég spurði hana um. Lagast vonandi. En greinilega langt í google og yahoo. Annars allt við það sama. Fiskihrellir nýtur lífsins enda löngu hættur að kippa sér upp við smámuni. Lætur hverjum degi nægja sína þjáningu áfram og hlakkar til að vakna til nýs dags. Eða öllu heldur vera vakinn með blíðuhótum. Sæl að sinni, ykkar Hösmagi.

Comments:
Blessaður Hösmagi. Megi nætur þínar allar vera ríkar af uppvekjum, hugvekjum og laxvekjum. Megi þér laxar hremma agn í dreymdum ám og dreymdar ár verða að raun að morgni. Lifi blíðviðri í desember, upp með stangir.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online