Wednesday, October 05, 2005

 

Gæsaspillir?

Líst nokkuð vel á hugmynd nafna míns um nýjan smurgæsastað. Kannski þann fyrsta í heiminum. Flott skilti með mynd af mér og haglabyssunni. Ég hefi átt þetta forláta morðvopn í áratugi. Reyndar ansi langt síðan ég drap gæs síðast. Fór fyrir fáum árum niður á skotæfingasvæðið og æfði mig á bjórdósum. Og ég hafði ekki alveg gleymt hvernig á að skjóta. Aldrei að vita nema ég blási rykið af haglaranum góða. Amerískur Wincehester. Yfirburða skotvopn svona eins og Cherokeejeppinn ber af öllum hinum jeppunum. Líklega væri rétt að efna til samkeppni meðal bloggara um uppskriftir. Og um alla meðhöndlun lostætisins. Krydd og sósu. Kemur í hug hvannarót og fjallagrös. Og ekki má gleyma Blóðbergi þeirra fóstbræðra. Svo yrði ég að ráða til mín smyrjara. Svona álíka mann og gömlu smyrjarana sem voru á togurunum í den. Hugsið ykkur hina mjúku og meyru gæsasteik með alíslenskri sósu , réttri kryddblöndu og meðlæti af ýmsu tagi. Jachtsnaps að auki. Kannski að bílskúrinn fái bráðum nýtt hlutverk. Flotta skiltið á þakinu : SMURGÆS a la Hösmagi. Dásamlegt. Held að nafnið Gæsaspillir myndi bara sóma sér vel með hinum nöfnunum. Hugleiði þetta allt saman svolítið. Ekki er flas til fagnaðar. Og fyrstu gestirnir þurfa ekkert að borga enda verður einungis útvöldum bloggurum boðið. Hvernig líst ykkur á? Með smurgæsakveðju, ykkar kannski verðandi Gæsaspillir.

Comments:
Smurgæsa- og praktíseríngastofa Selfoss ehf.
Ég myndi tryggja mér einkaleyfið nú á stundinni!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online