Friday, October 28, 2005

 

Gæðastimpill.

Ég hef fengið stimpil á bloggið mitt. Einskonar vottun. Þeir fóstbræður, Blóðbergsbræður, hafa báðir talað. Getur það verið betra? Og aldrei þessu vant tala ég í fullri alvöru. Ég tel mig nú alls ekki vera hégómagjarnan. En mér finnst ljúft að fá hrós frá þessum mönnum. Ég var að lesa bloggið hans nafna míns. Um gargandi snilld, álfa og Björk. Ég verð nú að viðurkenna eitt. Ég hef aldrei kunnað að meta Björk sem tónlistarmann. Tek oft út við að hlusta á hana. En ég met hana mikils sem manneskju. Eldklár stelpa. Hún hefði samt örugglega orðið góð jasssöngkona. Tókst mjög vel upp í Bellu símamær. Kannski er minn tónlistarsmekkur svona hallærislegur. Kann líklega ekki gott að meta. Ég ætla að nefna nokkra sem eru inni hjá mér. Freddy Mercury, Elton John, Megas, Birgitta Haukdal, Pálmi Gunnarsson og Hjálmar. Og reyndar miklu fleiri. Og svo eru nokkrir úti. T.d. Hörður Torfason, Páll Óskar og Stefán Hilmarsson. Sá síðastnefndi alveg ógurlega leiðinlegur. Nóg um tónlistina í bili.

Veturinn gerði vart við sig í gær. Snjóaði talsvert. Komst að því að Lancer okkar skáldsins er bara seigur í snjó. Enda framdrifinn. Vona að þetta verði bara skot. Hiti er nú yfir frostmarki og vonandi tekur snjóinn upp hið bráðasta. Veldur mér bara depurð eins og stundum áður. Kann ekki á því neina haldbæra skýringu. Við félagarnir erum hér báðir við tölvuna. Raikonen sofandi með hausinn utan í handleggnum á mér. Lagði ekki í að fara út í snjóinn og rokið. Sofnuðum báðir of snemma í gærkvöldi. Honum þótti hæfilegt að vekja fóstra sinn um miðnætti. Gerir svo sem lítið til í helgarfríinu. Með ólíkindum rólegt í vinnunni undanfarna daga. Svo sem allt í lagi ef það varir ekki of lengi. Október að ljúka og árið liðið áður en við er litið. Og þar sem andinn er ekki yfir mér nú kveð ég að sinni, ykkar Hösmagi.

Comments:
Að ógleymdri Bonnie Tyler geri ég ráð fyrir?
 
Bonnie Tyler er að sjálfsögðu inní hlýjunni. Ég hefði nú haldið það. Og Kris og Lennon og allir hinir og hinar.
 
Brúsi frændi á heima í kuldanum, hann er götuskáld, hann sækir innblástur í næðing hins fátæka verkamanns. Svo Brúsi hlýtur að vera úti.
 
Brúsi er tilfinningavera, vera, er, já. En er ekki Brúsi kona?
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online