Wednesday, September 14, 2005

 

Sól í heiði.

Rólegheit hér á vinnustað. Svo sem allt í lagi inná milli. Sólin skín annað slagið og lofthiti 7,7°. Rauður dagur í Kauphöllinni. Mikil lækkun á hlutabréfamarkaði. Undirritaður getur þó ekki tapað á því. Aldrei átt hlutabréf nema í milljónarfélaginu sáluga. Félaginu hans Eyvindar Erlendssonar. Gaf ekki mikinn arð enda keypti ég ekki bréfið til þess. Og ég má nú ekki gleyma þessu eina hlutabréfi í Hösmaga ehf. Tel það nú gróðavænlegasta hlutabréf landsins og ætla að halda fast í það. Þó nú sé aðeins miðvikudagur og lífið gangi sinn gang eins og skáldið sagði, er ég strax farinn að hlakka til helgarinnar. Vonast til að veður verði skaplegt og ég geti skroppið aðeins til fjalla. En það hefur rignt hér á suðurlandi um helgar ansi lengi. Lengur en elstu menn muna. Það væsir svo sem ekki um mig heima. Voða gott að leggjast í nirvana og láta hugann líða um draumaveröldina. Læt kannski verða af því svona til tilbreytingar að éta lax um helgina. Soðinn, steiktan eða grillaðan. Það er allavega af nógu að taka. Ég er nú farinn að elda æ oftar heima hjá mér. Löngu orðinn leiður á mat Nóatúns. Sjaldan venjulegur heimilismatur.Og ég drepst örugglega úr einhverju öðru en pastaáti. Liggur við að manni verði flökurt af að horfa á fólk gófla þessu í sig. En það er víst fleira matur en feitt kjöt. Og nú fer ég í mat og hitti matargatið Raikonen. Sæl að sinni, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online