Friday, September 30, 2005

 

Gnauð.

Norðanvindurinn gnauðar á glugganum. Og myrkrið er svart. En hér í Ástjörn vaka vinir tveir. Tveir rauðhausar, Urriðaskelfir og Raikonen. Sá síðarnefndi smjattandi eftir að hafa lokið við nætursöltuðu ýsuna frá því í gær. Líklega réttnefndur Smjattpatti. Fékk hana í sárabætur fyrir hagamúsina. Október genginn í garð. Og kaldasti september í manna minnum liðinn. Held nú samt að þetta verði enginn fimbulvetur. Ég sá viðtal við fréttastjóra Fréttablaðsins í sjónvarpinu í gærkvöldi. Hann sagði m.a. að það væri árás á tjáningar- og prentfrelsi að mega ekki birta einkatölvupóst fólks. Ef brotist væri inn hjá mér og afritum ástarbéfa minna væri stolið og þau síðan birt væri það líkast til árás á prentfrelsi ef ég reyndi að koma í veg fyrir það. Kannski hefði eitt bréfið verið til Jónínu einstæðu. Eins gott fyrir þjóðina að fá að lesa það. Eru menn raunveralega slegnir algjörri siðblindu? Geta menn réttlætt þjófnaðinn með því að telja að fréttagildið skipti svona miklu máli?Og að þjófurinn birti bara það sem honum þóknast og þegi yfir öðru? Mér finnst að ólyktin af þessu öllu saman fylli loftið. Hvað yrði sagt um hnefaleikara sem ynni lotuna á því að sparka í punginn á andstæðingnum. Líklega bara andskoti töff.
Raikonen hefur engar áhyggjur af þessu. Situr hér á borðinu og malar. En ég segi nú bara eins og skáldið góða. Finnst ykkur ekki Esjan vera sjúkleg. Og Akrafjallið geðbilað. Sæl að sinni, krúttin mín, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online