Wednesday, September 14, 2005

 

Forræðishyggja.

Það er skondið að kratar og framsóknarmenn eru ætið sammála ef vistri grænir eru nefndir á nafn. Þeir eru stjórnglaðir forræðishyggjumenn. Vilja engar breytingar og eru á móti öllu. Þannig tala þeir skoðanabræður Halldór formaður og Siggi minn í Svíaríki. Þetta er að sjálfsögðu viðsnúningur á staðreyndum. Vinstri grænir eru að vísu á móti ýmsu. Eins og t.d. Íraksstríðinu og Kárahnjúkavirkjun svo eitthvað sé nefnt. Líklega er það moðhausunum í Samfylkingunni og Framsóknarflokknum óskiljanlegt. Það er bara gott fyrir okkur vinstri menn að þetta lið láti svona. Tala eins og geðstirðar túrkerlingar. Þá erum við á réttu róli á meðan. Það er alkunn staðreynd að verði menn rökþrota í pólitík verða menn reiðir. Tuða og nöldra og gera andstæðingum gjarnan upp skoðanir. Þegar vinstri grænir tíunduðu rök sín gegn Kárahnjúkavirkjun, mesta umhverfisslysi Íslandssögunnar, sagði Halldór formaður að þeir væru bara á móti öllu. Þar með þurfti ekki að ræða það meira. Þegar skotheld rök eru fyrir hendi þá svara moðhausar á þennan hátt. Aldeilis fín póltík. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni í pólitíkinni næstu mánuði. Ekki síst í höfuðborginni. R listinn andaður og íhaldið með höfuðlausan her. Þeir hafa reyndar Gísla Martein. Sagnfræðing og heilaskurðlækni. Líklega framúrskarandi hæfur til að taka að sér sauðshlutverkið. Framsókn líkleg til að þurkast út. Ætli menn sjái ekki voðalega eftir yfirskransala ameríska hersins á Íslandi? R listinn gerði marga góða hluti síðan íhaldið hrökklaðist úr valdastólum höfuðborgarinnar. En hann var einfaldlega orðinn þreyttur og því hvíldinni feginn. Og sá sem átti stærstan hlut í falli íhaldsins 1994, Ingibjörg Sólrún, átti líka meginsök á dauða þessa samstarfs. Eftir að hún gekk á bak orða sinna og fór sínar eigin leiðir gat aldrei gróið um heilt. Ég hef ekki mikla trú á að íhaldið nái völdum í borginni. Kannski skjátlast mér. Það skiptir alla íslendinga máli hver stjórnar höfuðborg landsins.
Ykkar Hösmagi.

Comments:
Vont er ad vera ordinn skodanabródir Halldórs Ásgrímssonar.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online