Friday, August 05, 2005

 

Upprifjun.

Undirritaður fór norður í Húnavatnssýslu í gær. Skoðaði þar jörð við Miðfjarðará. Aldrei veitt í henni en á það vonandi eftir á gamals aldri. Ýmislegt rifjaðist upp á leiðinni norður. Veður var þokkalegt en nokkur kaldi. Þoka var á Holtavörðuheiði á norðurleið. Söng blautlegt kvæði um ráðskonuna á Holtavörðuheiðinni. Og samskipti hennar við vegagerðarmenn. Við mælingamenn Orkustofnunar sungum gjarnan þetta kvæði þegar við ókum þessa leið. Svo datt mér kaupfélagsstjórinn á Borðeyri í hug. Ágætiskall sem gaf okkur brjóstsykur. Sköllóttur með haus eins og fótbolta. Fornihvammur horfinn af yfirborði jarðar. Líklega er nú vatnið jafn gott og það var. Steinefnaríkt og örugglega bráðhollasta drykkjarvatn á Íslandi. Þetta var sprettur uppá 472 kílómetra. Sé eftir að hafa ekki þegið bjúgun sem frúin var að sjóða. Þjóðvegasjoppufæðið er heldur lélegt á Íslandi. Endaði í smurðu brauði á Litlu Kaffistofunni í Svínahrauni. Alltaf gott að fá sér eitthvað þar. Heimilislegt og heimabakað. Raikonen varð kátur við að sjá fóstra sinn koma heim aftur. Fer oftast heim í hádeginu en ekki í gær. Virðraði hann vel snemma í morgun. Sem betur fer sýnist mér hann skíthræddur við bíla. Keypti hálsól í fyrradag. Svo þarf hann skráningu og kennitölu frá bæjarsjórninni. Líklega fingra- og fótaför að auki. Kettir eru nefnilega stórvarasamir að mati bæjarstjórnarinnar. Bönnuðu kattahald í fyrra. Hægt að fá undanþágu með því að leggjast flatur og væla. Þeim er örugglega ekki sjálfrátt þessum andskotum. Dýr bæjarstjórnarinnar er veiðibjallan. Elskuð og virt þar á bæ. A.m.k. væri það stórglæpur að stugga við henni þó hún sé orðin meiriháttarplága í bæjarfélaginu. Ekki von á góðu með samfylkingu og framsókn í einni sæng. Vonandi verður bæjarstjórnin rassskellt opinberlega á næsta ári. Farinn í mat. Hösi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online