Wednesday, August 31, 2005

 

Nýir draumar.

Bauðst skyndilega veiði í Tunguá í Lundarreykjadal í fyrramálið. Fékk mig lausan úr vinnunni og ætla að renna fyrir þann silfraða frá 7-13. Kannast aðeins við mig þarna. Fékk einu sinni 3 laxa í beit fyrir ofan Myrkhyl. Líklega glópalán því þá þekkti ég ána ekkert. Hlakka til þessarar farar og vona að nægilegt vatn sé í ánni. Þetta er lítil falleg á og er eiginlega uppeldisstöð fyrir laxinn í Grímsá. Reyðarvatn ættmóðir beggja. Björn bróðursonur minn á 60% af jörðinni Reykjum og þetta er svokallaður bændadagur. Vegurinn yfir Uxahryggi hefur verið lagaður mikið svo ég býst við að vera ca. klukkutíma uppeftir. Neyðist til að fara til vinnu síðdegis. Kaupsamningur kl. 16. En þegar veiði er annarsvegar er alltaf yndisleg eftirvænting. Hvað skeður? Meira síðar, ykkar Hösmagi.

Comments:
Klukkan 11:15, aðeins að breyta um stað, og eigra í skyndi líkt og brjálæði tekinn, að fláa þar sem fiskurinn lokkast að fagurrri, líttilli túpu, nýr og þrekinn.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online