Monday, August 15, 2005

 

Bensínið.

Nú kostar bensínið 114 krónur hér á Selfossi. Líklega ódýrasta bensín á landinu. Heimsmarkaðverð hækkar og oliufélögin hækka gömlu birgðirnar eins og jafnan áður. Það hefur nefnilega alltaf viljað svo óheppilega til fyrir þessar góðgerðastofnanir að ef heimsmarkaðsverð hækkar eru allir tankar tómir og ef það lækkar eru þær nýbúnar að fylla alla tanka af dýra bensíninu. Og bifreiðaeigendur borga brúsann. Kannski þurfa þessar stofnanir líka á peningunum okkar að halda í ríkara mæli nú en áður. Vantar líklega aura til að borga svindlsektirnar fyrir ólöglegt samráð um bensínverð. Og samkeppnin er fólgin í því að láta líða klukkutíma á milli hækkana. Sama verð hjá öllum. Og ekki bara uppá krónu. Heldur uppá 10 aura. Hvernig væri nú að sitja á sér aðeins. Skila örlitlu af þýfinu til baka. Það er raunar engin von til þess. Þó félögin séu 3 er samkeppnin engin. Þetta er nú einkareksturinn í sinni tærustu mynd.
Það er nú varla flóafriður hér til að blogga. Raikonen í errinu sínu. Vill líklega hjálpa til við þessa iðju. Enn mið nótt og við báðir glaðvakandi. Myrkrið að færa sig í aukana á ný. Tímans þungi niður. Enn eru þó veiðistangirnar til reiðu. Snæfoksstaðir og Ölfusá. Spáir að vísu rigningu. Enda bara platsumar og ekki verð ég að baða mig í sænska skerjagarðinum í vetur. Þar ku vera alvörusumar allt árið um kring. Ætla samt að una við minn hlut enn um sinn. Fer ef til vill aftur í Veiðivötn um næstu helgi. Vertíðarlokin. Búið að bjóða mér gistingu og það er aldrei að vita. Við feðgar höfðum það dásamlegt þarna um síðustu helgi. Komum heim hressir og endurnærðir á sunnudag með þokkalegan afla. Sölvi á förum til Skotlands að nýju. Svo byrjum við bara aftur að veiða á næsta ári. Bestu kveðjur til allra, ykkar Hösmagi ( og Raikonen).

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online