Wednesday, July 13, 2005

 

Kisi malar.

Líklega er alveg tilgangslaust að blogga um þessar mundir. Hásumar ef sumar skyldi kalla og fólk að hneppa öðrum hnöppum. Meira en mánuður síðan ég hef fengið comment á bloggið. Kannski er það bara mitt eigið andleysi sem veldur. Lífið heldur að sjálfsögðu sínu striki. Þræla fyrir kapitalistana, sef, veiði og elska köttinn minn svolítið. Raikonen vekur mig þó yfirleitt of snemma. Kannski er hann að vinna sér upp fjarveru mína á daginn. Ég hef aldrei vitað kött mala meira en hann. Stundum látlaust í hálftíma. Líður varla illa á meðan. Mikið vildi ég kunna að mala. Og hvæsa og urra þegar samferðamenn mínir eru fúlir og leiðinlegir. Þeir eru það nú fæstir sem betur fer og maður reynir bara að sneiða hjá þeim. Hitti Magga og Egil í gær. Kátir og hressir eftir Veiðivatnaferð. Fengu þokkalegt veður og 16 fiska. Á Moggavefnum er rigningin á laugardag horfin. Skýjað og 11 stig. Eigum við ekki að segja það gott veiðiveður. 5 laxar voru dregnir úr ánni í gær svo þetta er á réttri leið. Hlakka til að hafa báða gaurana mína með mér. Og ef einhver óskar manni góðs gengis á alls ekki að segja góða veiði heldur foi, foi. Hösmagi, harður í horn að taka.

Comments:
Ég glími við sama skeitingarleysi í kommentamálum, nafni. En hér kemur eitt komment til þín. Þeim fjölgar svo sjálfsagt aftur með haustinu.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online