Friday, July 08, 2005

 

Kettir, laxar og rigning.

Nokkuð um liðið síðan síðast. Mikið um brauð og leiki og lítill tími til bloggiðjunnar. Kötturinn Raikonen orðinn til heimilis að Ástjörn 7. Þarf athygli og er forvitinn. Heldur líka stundum vöku fyrir undirrituðum um nætur. Búinn að afreka ýmislegt. Tæta heila skeinirúllu í öreindir sínar, dreifa mold úr blómapotti um alla stofu og stökkva ofan í klósettið. Ótrúlega snöggur uppúr því aftur. Líkt og þegar hinn finnski nafni hans gefur vel í drógina. Og því veður ekki neitað að kisi lífgar andrúmsloftið í Ástjörninni. Undirritaður hefur nú landað 5 löxum úr Ölfusá á þessu sumri. Og vænum sjóbirtingi að auki. Var að veiðum með skáldinu mínu í gær. Ótrúlega leiðinlegt veður síðdegis. Skáldið lét sig hafa þetta til 10 en undirritaður var flúinn heim og undir sæng. Það var betra veður í morgun og ég hóf tilraunir klukkan 7. Skáldið þá rænulaust heima. Það tók svo við af mér um tíuleytið og ég hélt til vinnu. Gætti að aflabrögðum kl. 13 og viti menn. Skáldið eitt sólskinsbros í rigningunni og rokinu með fallegan lax á bakkanum. Og agnið? Æskrím étur hann að sjálfsögðu. Svo styttist í hinn rómaða 3ja stanga dag, laugardaginn 16. Hef þá bæði skáldið og lyfjabyrlarann með mér. Verst að geta ekki haft Raikonen með okkur.

Líklega er mér að hefnast fyrir að tauta út í nafna minn. Um íslenska sumarið. Það hefur verið húfu og vettlingaveður að undanförnu. Og rigningin voðalega blaut í gær. Reynslan hefur sýnt að ég veiði best í sól og blíðu. Læt þó ekki deigan síga og held út í rokið eftir vinnu. Svo verð ég bara í fríi á morgun. En stíf törn á sunnudag og mánudag. Og alltaf jafnbjartsýnn og staðráðinn í að rótonum upp. Sæl að sinni, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online