Saturday, July 30, 2005

 

Haust ?

Ekki samkvæmt dagatalinu og vonandi ekki í raun. Hálfhaustlegt að líta út. Sæmilega hlýtt að vísu en gengur á með skúrum og stormbeljanda. Líklega mætti halda að undirritaður hefði fengið nóg af veiðiskap að sinni eftir að hafa verið að veiðum 2 daga í lok júní og 13 daga í júlí. Svo er þó alls ekki. Fannst of langt að bíða Veiðivatnanna þann 12. ágúst og bætti því við 2xhálfum degi. Þ.e. f. hádegi á morgun og eftir hádegi á mánudaginn. Áin hefur snarlagast og alltaf er von í fiski ef færið er í vatninu. Nú hafa veiðst 130 laxar í Ölfusá og undirritaður náð í 15 af þeim. Hösmagi því nokkuð góður með sig. Tímataka var í Formúlu 1 í morgun. Hösmagi fylgdist að sjálfsögðu með og það var mjög athyglisvert að kötturinn Raikonen stöðvaði ærsl sín og fylgdist einnig spenntur með nafna sínum aka hringinn. Og eitt er víst og það er að báðir eru þeir eldsnöggir. Þeir Baltasar Kormákur, sá norski í næstu íbúð, er hér daglegur gestur. Heljarstór fressköttur og það er viskilega spaugilegt að sjá litla dýrið hjóla í þann stóra. Allt virðist þetta á góðu nótunum og báðir ósárir eftir hvern bardaga. Raikonen heldur uppi vana sínum að vekja mig á nóttunni. með gælum og mali. Vona að þetta venjist af honum þegar hann stækkar. Hef enn ekki haft brjóst í mér til að loka hann frammi á nóttunni. Og hann hefur það fram yfir konurnar að það er aldrei neitt jakeddí jagg. Líklega er þetta bara annkoti gott þó fyrir komi að maður sakni hitans. Hef það annars bara þrælgott og bið að heilsa að sinni. Hösmagi, enn í fríi.

Comments:
Aflakveðjur hinum megin heiðarinnar.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online