Tuesday, July 19, 2005

 

Fallegur dagur.

Nánast heiðskírt. Samkvæmt bandarísku veðurstöðinni á Reynivöllum 4 er hér 19,3 stiga hiti. Kannski ekki beinlínis veður fyrir blogg. En þrælakista kapitalistanna heldur manni innivið þó fáir hringi og enn færri komi. Verð að þrauka til kl. 17. Verst að geta sennilega ekki nýtt veiðidag til fulls á morgun. Sumarfrí og veikindi hér á kontórnum. Ef dauft er yfir veiði er bara yndislegt að leggja sig á árbakkanum og sofna við niðinn. Hef nokkrum sinnum gert það í álíka blíðu og nú ríkir hér. En sannarlega verð ég á bakkanum kl. 7 í fyrramálið.
Hleypti Raikonen út á svalir í hádeginu. Þarf að byrgja rifurnar neðst og þá er líklega óhætt að skilja svaladyrnar eftir opnar. Ræfillinn grét eins og smábarn þegar ég lokaði öllum útgönguleiðum og yfirgaf hann eftir hádegið. Býð honum kannski í rannsóknarleiðangur í bílskúrinn á eftir.

Það er svo ljúft að blogga blogg
er blíðan tekur völdin.
Ágætt líka að ybba gogg
einkanlega á kvöldin.

Með sólskinskveðju, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online