Friday, July 15, 2005
Eftirvænting Fiskihrellis.
Rignir hann eða rignir hann ekki ? Mogginn á það nú til að ljúgja. Horfur eru annars nokkuð góðar fyrir morgundaginn þó rigna kunni eldi og brennisteini. Það má hundur heita Sigurður ef ég drep ekki lax á morgun. 7 lágu á miðvikudaginn og 9 í gær. Bunkum honum upp á morgun. Allt að verða klárt, maðkur, túpa, spónn og hið margfræga sænska bláa Höggbúmm. Kominn tími á að gefa því séns eftir áralanga hvíld. Styttist í vinnuvikunni og það verður unaðslegt að slökkva á tölvuskrattanum kl. 5. Beint niður að á að leita frétta og síðan rólegheit með Raikonen. Hösmagi með hugann við marga laxa.