Monday, July 11, 2005

 

Dimmviðri og slen.

11. júli. Rigning og 10 stig. Kemur sumarið? Verður kannski jafnhlýtt í ágúst eins 2004. 28°í Veiðivötnum 12. ágúst. Veiði í Ölfusá aðeins 37 laxar frá opnun 20. júní. Tókst að krækja í einn í gær. Það er spáð björtu veðri þegar líður á vikuna en aftur rigning á laugardaginn. Á hinum rómaða 3ja stanga degi. Breytist vonandi. Rólegt í vinnunni í dag. Svona til tilbreytingar. Maggi og synir í Veiðivötnum á Grána. Hef BMW á meðan. Er semsagt að blogga á fullu kaupi. Líklega ekki gott til afspurnar. Hef þó engan móral yfir þessu. Hyggst hætta kl. 15 í dag og halda á vit árinnar þó veiði sé dræm. Því það sem aldrei hefur komið fyrir áður getur alltaf komið fyrir aftur. Raikonen biður að heilsa. Hösmagi, hugsi yfir tilverunni.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online