Saturday, June 11, 2005

 

Skoðanafælni.

Kannski er Dagur B. Eggertsson skoðanafælinn. Og fer í kringum hlutina. Neðst í skotgröfunum. Og líklega ofmetinn. Er það nokkur furða.Kemst þó ekki í hálfkvisti við ofmetnasta stjórnmálamann landsins, Ingibjörgu Sólrúnu.Það virðist vera sammerkt með allri þessari hjörð að geta ekki tjáð skoðanir sínar í nokkru máli. Hjörðin er nefnilega að róta sig. Fálma eftir einhverri fótfestu. Vonandi tekst henni það þó lítil von sé til þess. Þegar allar hugsjónir vantar, andleysið er algjört og úrræðin engin er ekki á góðu von. Þó núverandi landsfeður séu nú ekki upp á marga fiska efast ég um að ástandið skánaði ef valdasjúkir, hugsjónalausir og rótlausir moðhausar tækju við. Vonum þó hið besta og að fjöldi vinstri manna, sem nú ráfa ráðvilltir um, nái áttum á ný. Þá væri einhver von til þess að ranglætið í þessu þjóðfélagi minnkaði. Maður sem ég þekki verður 67 ára þann 2. júlí n.k. Hann vinnur fulla vinnu, 8 stundir 5 daga vikunnar. Hann ætlar að hætta á afmælisdaginn. Og hvers vegna. Jú hann hækkar í launum við það. Veit þó nánast hvert mannsbarn hver kjör aldraðra eru. En svona eru nú laun verkamannsins á Íslandi í dag. Smánarblettur á þjóðarsálinni. Hér er nóg handa öllum ef við skiptum því bara á réttlátari hátt. En þar sem frelsið til að troða á hinum smáa er óheft verður útkoman þessi. Fámenn stétt auðsafnara, nokkur hópur sem hefur það ágætt og svo restin sem gert er að lepja dauðann úr skel. Hæfilegur skammtur að sinni, Hösmagi, helvíti fúll út í öll rangindi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online