Thursday, May 19, 2005

 

Þurrpumpa.

Sæl. Ósköp er ég nú feginn að vera ekki þurrpumpulegur sósíaldemokrat. Eða bara krati yfirleitt. Fátt er til hugsjónasnauðara en íslenskur krati. Það sannast best á Samfylkingunni. Það er einkennilegt að hafa þá hugsjón eina að verða stór flokkur og ná völdum. Og til hvers. Markaðsvæða heilbrigðiskerfið og ganga í evrópusambandið? Eiga menn að ganga í sjórnmálaflokk svo hanni verði voða stór og fínn? Fórna sannfæringu sinni og hugsjónum fyrir völd og aðgang að kjötkötlunum? Hundurinn sagði ekki ég og kötturinn einnig. Og ég líka. Fyrir þingkosningarnar 1999 fór ég á fund Samfylkingarinnar í Tryggvaskála. Það var kannski rætinn og illgjarn tilgangur að þessari fundarsetu. Þá var Nató, Halldór, Davíð og hinir að gera loftárásir á Belgrad. Í nafni frelsisins eins og ævinlega þegar þetta lið stendur fyrir manndrápum og eyðileggingu. Ég fór á fundinn til að spyrja forystumenn SF um afstöðu hennar til þessara verka.Þarna voru m.a. Össur, Magga Frímanns og Bryndís Hlöðversdóttir. Og það fór líkt og mig hafði grunað. Ekki nokkur leið að draga neitt út úr þessu fólki. Ekki með og auðvitað ekki á móti. Engan mátti styggja rétt fyrir kosningar. Og skýringin hjá Bryndísi var alveg einstök. Það hafði verið svo mikið að gera hjá SF að undanförnu að ekki hafði gefist tími til að álykta um málið. Og nú er búið að senda hana uppí Borgarfjörð svo Ingibjörg Sólrún fái að blaðra að vild í þinginu. Mest vorkenndi ég þó Margréti. Hafði oftar en einu sinni kosið hana á þing og var bara stoltur af því. En hún kaus að fórna góðum hugsjónum til þess að vera í " stórum " flokki. Ömurlegt hlutskipti. Og eftir fyrirspurn mína stóð upp gamall allaballi og sagði að hér ættu menn ekki að vera að vekja upp gamla drauga. Dæmigert. Hugsjónirnar til hliðar fyrir þægilegra andrúmsloft í hallelújakórnum. En sem betur fer eru enn til vinstri menn á Íslandi sem þora og vilja standa við sannfæringu sína.Menn eins og Steingrímur og Ögmundur. Líklega mælskustu og rökföstustu þingmennirnir nú um stundir. Þar eru ekki þurrpumpulegir sósíaldemonar á ferð. Og halda örugglega vatni yfir George Galloway. Kannski halda þeir báðir með KR. Vona þó ekki. Og að lokum ætla ég að taka fram að mér finnst voða vænt um hann nafna minn í Stokkhólmi. En ég myndi samt aldrei fórna sannfærinu minni og skoðunum fyrir hann. Hösmagi, sem virðist hafa vaknað svona pólitískur í morgun.

Comments:
Já, við erum ágætir báðir tveir. Fylgir sjálfsagt nafninu. Bestu kveðjur upp á veiðilandið eina og sanna.
 
Alveg er ég ægilega sammála þér hér í Norðurmýrinni.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online