Monday, May 16, 2005

 

Gráni kominn heim.

Svona er að vera bænheitur. Og eiga snillinga að vinum. Við Hörður lögðum í hann á litla Lanca brynjaðir alls konar tólum. Lögreglan sagði að ekki væri hægt að opna þessa jeppa nema spenna upp hurðina og pota með priki í læsingartakkann inni í bílnum. Þeir buðust líka til að koma með qbein í haust þegar ég læsti mig úti hið fyrsta sinni. Ég afþakkaði boðið og trésmiður sem ég þekki leysti málið. Fékk afslátt á skattframtalinu fyrir afrekið. Og Hörður var með sannkallaðan galdrastaf. Það tók hann 4 minútur að opna vagninn. Væri örugglega skratti góður að stela bílum ef hann væri á þeirri línunni. Mér fannst það vera fagnaðarsöngur þegar þjófavarnarkerfið í Grána fór í gang. Þá var björninn unninn og kyrrð fjallanna naut sín eftir að slökkt var á kerfinu. Glaður Hösmagi heldur til náða. Allt er gott sem endar vel. Bless, ykkar Hösmagi.

Comments:
Þú ættir nú bara að hafa lykilinn um hálsinn eða hlekkjaðan við þig einhvern veginn. Ég minnist Dómadalsævintýris fyrir þremur árum og finnst eins og enginn bíleigandi geti verið jafn óheppinn með lyklamál. Getur það verið? En það er gott að eiga góða að sem redda manni, spurning hvort það leynist ekki miðaldra lásasmiður af kvenkyni einhvers staðar í uppsveitum Suðurlands?
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online