Friday, May 27, 2005

 

Blogg 40.

Fertugasta bloggið mitt. Og þó eiginlega ekkert blogg. Komment á komment bræðra. Ekki veit ég hvernig eldri sonurinn fær það út að ég hafi verið í stjórnmálaflokki og ætlað mér bæjarstjórastólinn á Selfossi. En hann veit það vel að faðir hans mælir aldrei ósatt orð. Börn eiga að bera virðingu fyrir foreldrum sínum. Sérstaklega þó feðrum. Ég var í framboði á óháðum lista í bæjarstjórnarkosningum 1978. Rétt áður en skáldið fæddist. Höfðum ekki erindi sem erfiði, því miður fyrir bæjarbúa. En svona er þetta. Laun heimsins ekkert nema vanþakklæti. Þetta framboð varð til þess að nokkrir allaballar töluðu ekki við undirritaðan í nokkur ár. Lifði það nú af. Lýsti bara sálinni í þeim sjálfum. Foringjar stjórnmálaflokkanna telja sig nefnilega eiga fólkið. Og atkvæðin. Ég studdi líka svona framboð 1982. Og þá var frú Hatseput í framboði. Sú hin sama og nú er heltekinn af samfylkingarveirunni. Þessari skæðu sýkingu sem herjar á nokkuð marga um þessar mundir. Horfum samt fram á veginn og vonum að batinn komi. Og yngri sonurinn var svona að spekúlera í hvort faðirinn væri farinn að predika. Dró þó í land og telur þetta bara þarfa umræðu.Ég er ekki sú týpa sem predikar. En ég tala stundum í hálfkæringi. Yrki ekki allr vísur til fulls. Voða skemmtilegt. Þegar ég fór að vinna á fasteignasölunni og fór að skoða eignir var ég tekinn á beinið fyrir að vera of lengi að þessu. Ég var fljótur að kveða þennan draug niður. Ég sagði grafalverlega við Þröst að það væri nú bara þannig að þetta tæki alltaf lengri tíma þegar frúin væri ein heima. Hann varð hugsi og hefur aldrei minnst á þetta síðan. Seinna kenndi ég honum það að það væri grundvallaratriði í fasteignasölu að láta kúnnan aldrei halda að þú hefðir ekki tíma til að sinna honum. Hann var 10 ára stauli þegar ég byrjaði að selja fasteignir. Lögmaður og fasteignasali verður að hafa snefil af sálfræðiþekkingu. Og hafa diplómatíuna í hávegum. Vera glöggur að lesa fólk. Seljendur og kaupendur. Og skapa gúddvill til frambúðar. Númer 1, 2 og 3 eins og Benni blikk hefði sagt. Það er gott að vera gamall refur. Og soldið ánægður með sjálfan sig. Hvernig haldiði að ég verði eftir 10 ár? Nóg predikað í bili. Hösmagi, geislandi af gleði yfir eigin ágæti.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online