Thursday, April 21, 2005

 

Sumarið.

Gleðilegt sumar góða fólk. Líklega er þessa yndislegi árstími að verða staðreynd. Birtan að ná völdum og ylurinn að þoka kuldanum burt.Dásemdirnar allar á næstu grösum. Fór í afmæli lyfjafræðingsins í gærkvöldi. Hálfurfjórði áratugur liðinn síðan frú Hatseput ól hann með þrautum meðan undirritaðaur slappaði af og fékk sér smávegis í ranann. En svona er kynjaskiptingin. Tómur skepnuskapur. Þórbergur lenti reyndar í því að verða óléttur en hann var svo heppinn að fóstrið gufaði upp áður en þrautirnar hófust. Leið þó mikla sálarangist. Þegar mikið liggur við hjá mér og ég þarf að ná skjótum árangri við erindi mín dettur mér Þórbergur stundum í hug. Ég geri mig " heiðarlegan í andlitinu " og það ber oftast góðan árangur. Það má margt læra af meistaranum.Ég er nú á leið útí Hveragerði. Boðið þar til snæðings hjá frænda mínum, Pjetri Hafstein Lárussyni. Menningarlega sinnaður. Yrkir, þýðir og semur smásögur. Ég telst nú ekki frændrækinn maður. En auðvitað þigg ég góð boð. Ekki svo margt um að vera hér í fásinninu hvort eða er. Og undrin upphófust heldur betur í gær. Veflyklar þeirra Lögmannssundsbúa komust loks á réttan stað. Verður því vonandi hægt að gjalda keisaranum það sem hans er.Kom við í Hjallaseli á leið í afmælið í gær. Kaffi og indælt spjall við hitt afmælisbarnið. Þ.e. verðandi tengdamóður skáldsins míns. Sem sagt gott. Hösmagi, óhemjuhress á nýbyrjuðu sumri.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online