Thursday, April 14, 2005

 

Fiðringur.

Fiðringur í sálinni. Fjallafiðringur. Held að það sé alls ekki grái fiðringurinn. Eftir kaldar nætur að undanförnu virðist vera að hlýna verulega. Og líklega sæmilega þurrt á laugardaginn. Dreplangar til fjalla. Rétt að kanna með færi í Landmannalaugar. Efast reyndar um að í það sé leggjandi strax. Enn stundum kemur þessi þrá til fjalla alveg óforvarindis. Birtan eykst með hverjum deginum og þá fer hálendið að toga. Það er reyndar komin upp sú staða að undirritaður verður að semja við Hösmaga um afnot af hinu eðla farartæki firmans. Samningaviðræður verða þó ekki torveldar, að ég held. Ég er eins og allir þekkja alltaf jafn ljúfur. Fæddur diplómat og geðprúður í betra lagi. Fer vel að Hösa og hann bráðnar um leið. Hið besta mál. Læt deginum í dag og morgundeginum nægja þjáningar sínar og laugardagurinn mun verða dásamlegur, hvað sem gerast kann. Sem sagt: Bjartsýni, vongleði og lífsgleði. Bið að heilsa í bili,S

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online