Thursday, March 17, 2005
Verðstríð.
Hér hefur geysað stríð að undanförnu. Milli Bónuss og Krónunnar. Svo sem ágætt að fá mjólkurpottinn á eina krónu og kókið fyrir slikk. Ég kom við í Bónus á leið heim í gær. Keypti 2 kg. af Maxvell House, 1 mjólkurpott, 4 lítra af kóki, pakka af Prins pólo og lítinn poka af harðfiski. Og verðið? Þúsundkall. Liggur við að maður óski þess að vera með stóra fjölskyldu svo gróðinn verði meiri. En líklega greiðum við þetta bara síðar. Auðvitað tóm della að selja mjólkurlítra á eina krónu. Meira að segja krakkarnir notuðu tækifærið og keyptu mjólk til að fara í mjólkurslag. Sprauta úr fernunum hvert á annað. Mjög snyrtilegt. Rólegt hér á Bakka eins og er og ég laumaðist hér inn á vefinn. Nú er "hann" loksins að breyta um átt. Kominn með storm á austan og hiti um frostmark. Búið að vera hér norðanbál og uppí 12 stiga gaddur.Skírdagur eftir viku og vonandi er vorið að koma. 13 veiðidagar í Ölfusá í sumar.Og svo blessuð Vötnin í ágúst.Dásamlegt. Og aldrei að vita nema ný svæði verði könnuð. Kvíslarveiturnar geta stundum gefið. Fjöllin heilla og gott farartæki til reiðu.Gráni er frábær og Hösmagi litli hlakkar alltaf til að losa hann af stallinum á morgnana. Að lokum minni ég Sölva minn á hana Bryndísi. Kannski allt í höfn með það mál. Bestu kveðjur, Hösmagi.