Tuesday, March 29, 2005

 

Hösmagi kominn á koppinn.

Í dag barst langþráð dókument frá Edinborg. Með rétt ritaðri undirskrift varastjórnarmannsins í einkahlutafélaginu Hösmagi ehf. Ég beið ekki boðanna.Skildi stól minn eftir auðan og geysti á Grána til höfuðstaðarins. Skráði félagið og fæ kennitölu fyrir það á fimmtudaginn. Og væntanlega vsk númer á föstudaginn. Hösmagi er því kominn á koppinn. Langfallegasta nafn á einkahlutafélagi í gjörvallri veröldinni og þó víðar væri leitað.Líklega er ást undirritaðs á nafninu svona sterk vegna hins svarta dýrs sem var honum kærari en flest annað. Við brottför úr höfuðstaðnum fyrir margt löngu, er dýrið var enn í fullu fjöri, spurði frú Hatseput mig um hvað ég hyggðist gera er austur kæmi. Ég var að sjálfsögðu fljótur til svars og sagðist mundu halda áfram að elska köttinn minn. Sem ég og gerði. Og geri enn á minn hátt. Ég þurfti sem sagt ekki að velta nafninu á nýja félaginu lengi fyrir mér. Ég segi ykkur ef til vill síðar frá hinum ákaflega sérkennilegu reglum um einkahlutafélög. Ég varð bara alltí einu að félagi í dag. Og þá gilda allt aðrar reglur um skattlagningu tekna minna en áður. Legg væntanlega minna til samfélagsins. Einu sinni var sagt: Löglegt en siðlaust. En er siðlaust að halda sig við lögin? Það held ég alls ekki.Ég átti engan þátt í setningu laganna. Ekki einu sinni óbeint með atkvæði mínu.Það er líklega sammerkt þingmönnum og gvuði að vegir þeirra eru órannsakanlegir. Besta vorkveðja að sinni. Ykkar Hösmagi ehf.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online