Friday, March 11, 2005

 

Fegurð himinsins.

Sit hér enn í vinnunni. Óvenjurólegur dagur. Sólin skín og himininn er alveg skír og bjartur. Skýin í felum. Norðanátt og svolítil kæla. Nú er stutt í vorjafndægur og reyndar páska í leiðinni. Þó frost sé nú og verði væntanlega næstu daga er vorhugurinn allsráðandi. Þessi yndislegi árstími nálgast með albjörtum nóttum og angan gróðurs. Þá fer silungurinn að vaka í vötnum og ám. Líklega fagnar hann vorinu líka. Og eins gott að hann veit ekki að Hösmagi er farinn að liðka stöngina. Og það er best að tilkynna það hér með að hinn rómaði þriggjastangadagur verður laugardaginn 16. júlí anno 2005. Verður gaman að vita hvort synirnir hafi roð við föðurnum. Sjálfur hefði faðirinn ekkert á móti því að verða neðstur á vertíðinni þennan dag. En það verður að koma í ljós. Hann er nú einu sinni galdramaður með prikið svo úrslitin verða spennandi.
Skattavertíðin er nú á fullu. Ótrúlegt hvað netframtalið er þægilegt og vinnusparandi. Engin vélritun, sjálfvirk villuprófun og svo bara rafræn undirskrift. Og þú eignast þína heimasíðu hjá ríkisskattstjóra og getur sótt þangað staðfest afrit, ásamt ýmissi annari þjónustu. Og pappírinn sparast verulega. Um að gera að afþakka pappírinn. Nóg er nú bruðlið með hann. Mér tókst ekki með nokkru móti að kemmentera á bloggið hans Sölva. Það fannst ekki. Sendi honum baráttukveðjur í stríðinu sem nú stendur og óska honum góðrar ferðar á bókamessuna í Lundúnum. Jafnframt óska ég honum til hamingu með nýja starfið og eða titilinn. Sjórnarmaður í Hösmaga ehf. Ekki aldeilis dónalegt. Bestu kveðjur frá Hösmaga, bæði hinum eina og sanna og einkahlutafélaginu með göfuga tilganginn.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online