Sunday, March 06, 2005

 

Andleysið.

Hef slegið slöku við bloggið að undanförnu. Sennilega eins með bloggið og margt annað. Það má aldrei láta deigan síga. En það er líka tilgangslítið að setjast við tölvunna ef andinn er ekki reiðubúinn til átaka. Það er þó svo að það geislar nú ekki beinlínis andagiftin af mér í dag. Blíða úti en svartaþoka og mótar ekki fyrir Ingólfsfjalli. Er á leiðinni í þrítugsafmæli Ragnhildar systurdóttur minnar. Við áttum bæði afmæli í gær. Systir mín góð býður stórfjölskyldunni til veislu á Kársnesbrautinni í dag.Þar verður örugglega hægt að úða í sig góðgæti. Líkt og hjá Boggu minni í Garðabænum. Alltaf tilhlökkunarefni að fara í veislur til hennar. Ég hef eignast góðan vin hér í blokkinni. Býr í íbúðinni við hliðana á mér. Kynntist honum nýlega. Með ákaflega loðið skott. Sem sagt fressköttur. Hann situr stundum um mig þegar ég kem heim. Ég lét það nú eftir honum að kíkja inn til mín. Rannsakaði íbúðina hátt og lágt. Og sló ekki hendinni á móti harðfiski. Varð bókstaflega kolóður í hann. Svo elti hann mig í bílskúrinn og þar hófst önnur viðamikil rannsókn. Sennilega besti granninn hér í blokkinni. Og án þess ég sé að kvarta yfir hinum. Það varð nú ekki af Tangavatnsför í gær. Læt vora soldið meira. En hugurinn er fyrir hendi. Fimm daga frí um páska. Upplagt að skreppa þá. Aðalfundur stangveiðifélagsins nú í vikunni. Fæ mér örugglega nokkuð marga daga í Ölfusá. Og þá er spurningin um hinn rómaða þriggjastangadag. Þeir synir mínair kommentera kannski á hann. T.d. 9. eða 16 júlí. Jafnvel 23. ef það hentar betur. Enn eitt er alveg víst. Ég mun róótonum upp. Bestu kveðjur að sinni. Hösmagi sem brátt verður einkahlutafélag.

Comments:
I svipinn veit eg ekki af neinum fyrirstodum, hvada dag sem er. Thannig ad eg er til i slaginn!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online